20.10.2017 | 22:39
Norðan við mesta óróann
Nú eru miklar sviptingar suður á Atlantshafi. Við „heyrum“ vel í þeim af svo má segja - leifar af úrkomusvæðum komast til landsins og hiti verður áfram á góðu róli.
Norðurhvelsspákort sem gildir síðdegis á laugardag (21. október) sýnir stöðuna.
Eins og venjulega sýna heildregnu línurnar hæð 500 hPa-flatarins, því þéttari sem þær eru því hvassara er í háloftum. Litir sýna þykktina en hún mælir meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra erf loftið.
Mjög hlýr hæðarhryggur er skammt austan við land, styrktur af lægð við Bretland. Henni fylgir mikið illviðri sem þarlendir kalla Brian. Næsta bylgja vestan við er austan Nýfundnalands - þar er lægð í nær sjaldséðum foráttuvexti. Við sjáum hvernig hlýr geiri þversker þéttan háloftavindinn og endar í mjóum fleyg.
Hlýja loftið í lægð þessari á ættir að rekja til jaðars hitabeltisins - hafði burði til að bera fellibyl, en ekkert varð úr vegna vindsniða sem kom í veg fyrir þá tengingu milli raka í neðstu lögum og veðrahvarfa sem nauðsynleg er slíkum kerfum. - En ritstjóri hungurdiska hefur notað orðið „hvarfbaugshroði“ sem samheiti suðlægra veðurkerfa. Það er dálítið merkilegt til þess að hugsa að þetta ákveðna kerfi hefur ekki fengið sérlega mikla athygli undanfarna daga - þrátt fyrir afl þess. Ástæðan er sennilega sú að hitabeltiskerfi sem fær nafn virðist þar með verða að poppstjörnu sem fylgst er með - sama hversu ómerkilegt það annars verður.
Aftur á móti fær kerfi sem ekki nær hitabeltistign mun minni athygli - jafnvel þótt það sé sérlega öflugt.
Lægðin sém hér um ræðir á að dýpka í kringum 57 hPa á einum sólarhring, úr 995 hPa á miðnætti aðfaranótt laugardags í 938 hPa á miðnætti á laugardagskvöld. Þær eru ekki margar sem toppa þann árangur. Reyndar er trúlegt að evrópureiknimiðstöðin ofgeri dýpkunina aðeins og hún verði e.t.v. ekki alveg svona mikil (það getur bara varla verið).
En kortið hér að neðan sýnir hugmyndina á sunnudagsmorgunn kl. 6.
Talan sem stendur við lægðarmiðjuna er 936 hPa. Bandaríska veðurstofan er ekki svona afgerandi - en það verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður. Lægðin á síðan að grynnast ört. Leifar af úrkomusvæði og vindstrengjum munu berast hingað til lands - slíkur er atgangurinn - en aðalsýningin verður afstaðin. Nokkra daga tekur síðan að hreinsa til á svæðinu.
Hvað síðan gerist er enn allsendis óvíst og spár mjög misvísandi. Erlendir veðurbloggarar og tístarar tala um fellibylinn Lan sem nú grasserar fyrir sunnan Japan sem vandræðavald í langtímaspám. Hann gefur stóran skammt af hlýindum norður í heimskautaröstina eins og sjá má á kortinu hér að neðan (úr ranni bandarísku veðurstofunnar). Það gildir síðdegis á sunnudag.
Athugið að hér erum við að horfa á Norður-Kyrrahaf. Kortið gildir síðdegis á sunnudag (22. október). Þá á fellibylurinn Lan að vera við Japan og austan hans streymir gríðarlega hlýtt loft til norðurs í átt að röstinni. - Það mun sparka í kuldapollinn sem hér er yfir Alaska - og hann síðan slást í það sem austan við er. Það er sá samsláttur sem mun hafa áhrif hér á landi síðari hluta vikunnar - og er eitthvað erfitt að reikna.
En það kemur víst í ljós hvað úr verður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.2.): 82
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 3068
- Frá upphafi: 1750906
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 2751
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.