Illlæsilegt kort -

Enn vitum við ekkert um veður á kosningadaginn 28. október - en reiknimiðstöðvar spá samt og spá og senda okkur sannkallað spáakóf. Við skulum draga eitt kort úr kófinu - ekki auðvelt aflestrar.

w-blogg191017a

Hér má sjá samdregnar hugmyndir evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting á hádegi á kosningadaginn. Litirnir eru nokkuð glannalegir að sjá - en þeir segja til um óvissu spárinnar - en ekkert um veðrið.

Við gefum svörtu, heildregnu línunum fyrst gaum - kannski mest að marka þær (þó ekki mikið). Þær sýna meðaltal sjávarmálsþrýstings 50 samhliða reikniruna - svokallað klasameðaltal. Þetta meðaltal sýnir lægðasvæði austan við land, en hæð yfir Grænlandi - norðanátt sumsé - væntanlega þó ekki mjög kalda. Ráðgjafar reiknimiðstöðvarinnar segja veðurfræðingum að sé þeim stillt upp við vegg (og spá kreist upp úr þeim) sé að jafnaði best að halda sig við þetta meðaltal. - Ritstjóri hungurdiska þarf ekki að spá - og gerir það ekki. 

Litirnir sýna hversu þessum 50 spám ber saman um kosningaveðrið. Reiknað er staðalvik 50 þrýstigilda í hverjum punkti. Væru allar 50 spár klasans nákvæmlega sammála væri staðalvikið alls staðar núll og engir litir sjáanlegir á kortinu. Á dökkfjólubláa blettinum við Írland er staðalvikið meira en 18 hPa - samkomulag er afskaplega lítið um kosningaveðrið. Verður lægð á þessu svæði eða ekki? 

Sé rýnt í kortið má einnig sjá daufar strikalínur - þar fer svonefnd háupplausnarspá reiknimiðstöðvarinnar - sú nákvæmasta sem hún hefur fram að færa. Til að auðvelda lesendum lífið er hér einnig mynd sem sýnir þá spá á skýrari hátt.

w-blogg191017b

Hér má sjá að hér er eitthvað allt annað á ferð heldur en klasameðaltalið. Ísland í þrýstisöðli - lægðir fyrir norðan og sunnan, en hæðir fyrir austan og vestan. - Erfiðasta þrýstimynstrið. 

Við getum auðvitað ekki sagt hér og nú að þessi spá sé della - en haldlítil er hún. Til að sannfæra okkur enn betur um óvissuna er hér líka spá bandarísku veðurstofunnar um veður á sama tíma.

w-blogg191017c

Snarpur útsynningur með skúra- eða slydduhryðjum vestanlands - en dægilegt eystra? Skyldi klasameðaltalið og norðanátt þess verða niðurstaðan? Eins gott að segja sem minnst um það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 2343325

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 370
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband