23.9.2017 | 21:08
Sumarmegin jafndægra
Við lítum nú til gamans á meðalhita tímans frá vorjafndægrum til haustjafndægra. Til að geta reiknað hann þarf að hafa upplýsingar um meðalhita hvers dags þau ár sem litið er á. - Sannleikurinn er sá að ekki munar miklu á meðalhita þessa tímabils og meðaltals mánaðanna apríl til september - sem við gætum reiknað fyrir fjölmargar stöðvar langt aftur í tímann. En til gamans látum við jafndægrin ráða.
Við eigum til daglegan meðalhita í byggðum landsins aftur til 1949.
Hér sýnist hafa hlýnað verulega síðustu 70 árin - en mikill munur er þó á stöðunni frá ári til árs. Súlurnar sýna meðaltölin, en rauða línan tíuárakeðju. Græn, stutt strik sýna landsmeðalhita sem reiknaður er út frá sjálfvirku stöðvunum - við sjáum að ekki munar miklu. Nýliðið sumar er í flokki þeirra hlýjustu - þó talsverðu muni hins vegar á því og þeim allrahlýjustu, 2003 og 2014. Sumarið 1960 gerði það gott og sömuleiðis var þjóðhátíðarsumarið 1974 áberandi hlýrra en önnur á kuldaskeiðinu mikla á síðari hluta aldarinnar 20. - Langkaldast var 1979.
Við þekkjum daglegan meðalhita á Akureyri allt aftur til 1936 - lítum á línurit sem sýnir meðaltöl reiknuð með hjálp þeirra gagna.
Þetta er auðvitað svipuð mynd og sú fyrri - nema hvað nú náum við í gamla hlýskeiðið líka og þar með sumarið 1939 - það hlýjasta á öllu tímabilinu, sjónarmun hlýrra en 2014. Leitnin komin niður í 0,8 stig á öld.
Við getum reiknað lengra aftur í Reykjavík - en fyrir 1921 vantar nokkuð af gildum einstakra daga í skrána - það væri hægt að reikna stóran hluta þess sem enn vantar (eftir 1871) út og verður e.t.v. gert um síðir, en hefur ekki enn verið gert. Myndin er því nokkuð skellótt framan af.
Tímabilið 1830 til 1853 er lengst til vinstri - nokkuð heillegt. Eins og sjá má virðast allmörg nokkuð hlý sumur þá hafa gengið yfir höfuðborgina. Leitnin er reiknuð - en auðvitað vafasöm.
Eins og á Akureyri nær 1939 toppsætinu, í þessu tilviki rétt ofan við 2003 og 1979 er kaldast sem fyrr. Hvað sem allri leitni líður þá sjáum við vonandi að glórulítið væri að byrja slíka reikninga á þessu kalda ári - en því miður virðast menn ekkert endilega hika við það.
Það skiptir svosem ekki stóru fyrir ritstjóra hungurdiska - hann er enn þeirrar skoðunar að framtíð sé ætíð óbundin af allri fortíðarleitni. Varla verður samt gengið framhjá þeirri staðreynd að síðustu 15 ár hafa saman verið hlýrri en við vitum áður dæmi um.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 15
- Sl. sólarhring: 273
- Sl. viku: 2394
- Frá upphafi: 2434836
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 2121
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.