Horfinn? (í bili)

Undanfarin ţrjú ár rúm hefur svokallađur „blár blettur“ á Norđur-Atlantshafi fyrir sunnan Grćnland og Íslands oft veriđ áberandi í umrćđum um veđur og veđurfar. Bletturinn sá er stórt svćđi ţar sem yfirborđssjávarhiti hefur veriđ neđan međallags - og ţví (oftast) litađur blár á vikakortum. 

Nú ber svo viđ ađ hann virđist horfinn - ađ vísu er sjávaryfirborđ lítillega kaldara (miđađ viđ međallag) á slóđum blettsins heldur en umhverfis - ţar sem hiti er langt ofan međallagsins. 

w-blogg220917a

Kortiđ er úr greiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar. Eins og sjá má er hiti á ţví nokkuđ ofan međallags víđast hvar - sums stađar mikiđ. 

En - ţađ er samt varla ástćđa til ađ fagna svo mjög - alla vega ekki í bili. Sumarsólin hitar yfirborđ sjávar mjög ađ sumarlagi en ekki svo langt niđur - kaldi sjórinn sem norđvestanáttin bjó til veturna 2014 og 2015 er ađ líkindum ekki búinn ađ jafna sig. Hann liggur trúlega enn í leyni neđan yfirborđs. Óvíst er hvort umframvarmi sumarsins nćgir til ađ halda hita ofan međallags ţegar ađ vinda herđir nú í haust og hlýr sumarsjórinn fer ađ marki ađ blandast viđ ţann kalda. 

„Blái bletturinn“ gćti ţví hćglega birst aftur nokkuđ skyndilega í haust - en viđ vitum ţađ auđvitađ ekki međ vissu. Síđan er spurning hvernig veturinn fer međ sjóinn - ţegar kalt loft frá heimskautasvćđum Kanada fer ađ ryđjast út yfir hann úr vestri og norđvestri.

Síđari myndinni er nappađ frá Noregi (sjá tengil á mynd).

w-blogg220917b

Hún sýnir hitamćlingar frá bresku hafrannsóknadufli sem stađsett er á milli Nýfundnalands og suđurodda Grćnlands. Dufl sem ţessi (argo) sökkva niđur á um 2 km dýpi og gera mćlingar, fljóta síđan upp aftur og senda gögnin frá sér. 

Lóđrétti ásinn sýnir dýpi í kílómetrum en sá lárétti hitann í gráđum. Viđ sjáum ađ yfirborđshitinn er rúm 10 stig, en rétt undir yfirborđi er hann ađeins um 3,5 stig. Vindur mun hrćra upp í ţessu efsta lagi og blanda viđ kaldari sjó neđar. Blöndunin rćđst líka af seltumagni. Í ţessu tilviki er yfirborđiđ reyndar mun seltuminna heldur en ţađ sem dýpra er. Ţađ veldur ţví (líklega) ađ ţegar vetrar mun blandsjórinn sem verđur til međ hjálp vinda ekki sökkva ţótt hiti fari niđur fyrir 3,5 stig - heldur hugsanlega kólna enn meira. - 

En ekki skal ritstjóri hungurdiska neitt um framtíđina fullyrđa til ţess hefur hann ekki vit. En lesendur mega samt gjarnan velta fyrir sér ţessari mynd. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 151
  • Sl. viku: 1762
  • Frá upphafi: 2348640

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1543
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband