Svipuđ stađa og í fyrra

Stađa stóru veđrakerfanna er nú ekkert ósvipuđ ţví sem var um sama leyti í fyrra. Gríđarleg fyrirstöđuhćđ yfir Skandinavíu, en lćgđagangur til norđurs nćrri Íslandi og fyrir suđvestan land. 

w-blogg260917a

Kortiđ sýnir spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktina síđdegis á ţriđjudag 26. september. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví stríđari er vindurinn í miđju veđrahvolfi. Ţykktin er sýnd međ litum, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loft í neđri hluta veđrahvolfs. 

Ísland og allt svćđiđ ţar austuraf er undir sumarhita en svalara loft streymir til suđurs vestan Grćnlands. Hćđin yfir Skandinavíu telst óvenjuöflug. Viđ jörđ er loftţrýstingur meiri en 1040 hPa. Ţó ţetta sé ekki algengt var stađan svipuđ í fyrra - ţá rétt eftir mánađamótin september/október. Hćđin ţá var sjónarmun vestar en nú og entist langt fram eftir mánuđinum.

Ekkert vitum viđ um endinguna nú, en međan hún varir verđum viđ í stöđugri sunnanátt í háloftum međ miklum úrkomugusum sem verđa öflugastar um landiđ suđaustanvert. Dag og dag nćr heldur kaldara loft úr suđvestri til landsins.

Á kortinu má sjá tvo fellibylji, hina alrćmdu Maríu sem enn er nokkurt afl í ţó mesta skađrćđiđ sé vonandi hjá. Svo má sjá dvergfellibylinn Lee - örsmár, en honum mun ţó fylgja fárviđri á litlu svćđi. Eins og sjá má af stafrófsröđinni myndađist Lee á undan Maríu - var um tíma talinn af, en hefur náđ sér nokkuđ á strik aftur - en sem smćlki. 

Ţví er spáđ ađ bćđi María og Lee muni mćta vestanröstinni undir nćstu helgi en reikningum ber ekki saman um hvernig ţeim mun reiđa af í átökunum. 

Kuldinn yfir Norđuríshafi er ađeins ađ ná sér á strik, ef vel er ađ gáđ má sjá litinn sem fylgir 5040 metra jafnţykktarlínunni ţekja smáblett í miđri háloftalćgđinni. Veturinn farinn ađ líta í kringum sig. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (9.8.): 230
 • Sl. sólarhring: 474
 • Sl. viku: 1214
 • Frá upphafi: 1951570

Annađ

 • Innlit í dag: 209
 • Innlit sl. viku: 1045
 • Gestir í dag: 202
 • IP-tölur í dag: 202

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband