Haustjafndægur

Nú líður að jafndægrum á hausti. Ekki er óalgengt að telja að þá sé sumri lokið. Sumar er þá talið frá sumarsólstöðum til haustjafndægra, haustið frá þeim fram að vetrarsólstöðum, vetur þaðan til vorjafndægra og vorið síðan að sumarsólstöðum. Ekki óskynsamleg skipting. 

Fæstir munu taka eftir því að með þessu móti verða sumar og vor samtals 7 dögum lengri en haust og vetur. Það eru rúmir 186 dagar frá vorjafndægrum til haustjafndægra, þá eru ekki nema tæplega 179 dagar eftir handa hausti og vetri. 

Ástæða þessa er sú að jörð er lengra frá sól að vor- og sumarlagi heldur en að hausti og vetri og gengur því hægar - en snýst jafnhratt, fleiri dagar komast fyrir á þeim hluta leiðarinnar sem liggur fjær sólu. 

Um sólnánd og sólfirð hefur verið fjallað á hungurdiskum áður - auk þess má benda á enn betri umfjöllun á stjörnufræðivefnum. Sólnánd og sólfirð (stundum skrifað sólfirrð) færast smám saman til í árinu og eru nú um hálfum mánuði á eftir sólstöðum - tíminn frá vetrarsólstöðum til sólnándardags lengist um 1 dag á tæpum 60 árum. - Þessar færslur valda lúmskum veðurfarsbreytingum. 

Þegar fram líða stundir mun tíminn frá vorjafndægrum til haustjafndægra því styttast - úr 186 dögum í 179 - og svo auðvitað aftur og aftur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 1549
  • Frá upphafi: 2348794

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 1350
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband