Bleytutíð framundan (syðra)?

Það sem af er mánuði hefur úrkoma verið undir meðallagi síðustu tíu ára víðast hvar á landinu. Snæfellsnes virðist þó skilja sig nokkuð úr en þar rigndi mikið um helgina. Samanburður við lengra tímabil sýnir blandaðri mynd - því septembermánuðir kuldaskeiðsins voru talsvert þurrari heldur en algengast hefur verið á síðari árum. 

Sé eitthvað að marka spár virðist nú eiga að blotna rækilega um landið sunnanvert og margfaldri meðalúrkomu er spáð næstu tíu daga. Vonandi kemur hún þó frekar í mörgum skömmtum heldur en í einu lagi. 

w-blogg190917a

Kortið er úr ranni evrópureiknimiðstöðvarinnar. Heildregnu línurnar sýna meðalsjávarmálsþrýsting næstu tíu daga. Mikið lágþrýstisvæði fyrir suðvestan land, en hæð yfir Skandinavíu. Því er spáð að hér á landi verði sunnanátt ríkjandi með mikilli úrkomu. Litirnir sýna hlutfall úrkomunnar af meðallagi áranna 1981-2010. Hlutfallið er langhæst sunnanlands - allt upp í 13-föld meðalúrkoma, en meir en fimmföld á allstóru svæði. Norðanlands er hins vegar búist við því að úrkoma verði undir meðallagi. 

Spár gera ráð fyrir því að margar myndarlegar lægðir heimsæki landið og nágrenni þess, allmikil hlýindi fylgi þeim flestum - en svalara loft ættað úr vestri skjóti sér inn á milli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 48
  • Sl. sólarhring: 1136
  • Sl. viku: 2719
  • Frá upphafi: 2426576

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 2423
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband