Augað óttalega

Fellibyljir hrjá enn eyjar Karíbahafs. Ná nýjasti heitir María og lítur illa út. Nýjasta yfirlit fellibyljamiðstöðvarinnar í Miami hefst á þessum orðum: „Maria is developing the dreaded pinhole eye.“ - Augað óttalega - ginnungagap. 

Rétt að líta á mynd sem kanadíska veðurstofan sýnir okkur þannig að lesendum sé ljóst hvernig auga af þessu tagi lítur út - og geta þá þekkt slíkt síðar. 

w-blogg180917a

María er neðarlega á myndinni. Augað - örsmátt hringlaga gat í skýjahulunni umhverfis bylinn sést greinilega - órækt merki þess að voði sé á ferð. Fellibyljamiðstöðin var einmitt að lýsa yfir 5. aflstigi. Eina huggun er sú að versta veðrið nær ekki yfir stórt svæði. Augað er aðeins um 20 km í þvermál og fárviðrishringurinn nær ekki nema 30 til 40 km út fyrir það. Flestar eyjar Karíbahafs eru litlar - miðað við hafflæmið umhverfis og líkur á að einstakur staður verði fyrir fárviðri eru því ekki miklar - en það er örugglega óþægilegt að sitja í brautinni og bíða. 

Þegar ritstjóri hungurdiska settist niður til að skrifa pistilinn var miðjuþrýstingur Maríu talinn 950 hPa - er nú 929 hPa. 

Fellibylurinn José er enn á lífi - heitir meira að segja fellibylur ennþá í viðvörunum og fellibyljamiðstöðin er ekki enn búin að afskrifa hann. En hann hefur fyrir löngu glatað auganu illa. Gæti svosem komið sér upp nýju - en það yrði þá annars eðlis en það sem María skartar nú - og orðið til í samvinnu sjávar og heiðhvolfs - hættulegt samband það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 229
 • Sl. sólarhring: 230
 • Sl. viku: 2229
 • Frá upphafi: 1841557

Annað

 • Innlit í dag: 203
 • Innlit sl. viku: 2017
 • Gestir í dag: 185
 • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband