Aftur hlýtt eftir nokkra svala daga

Óvenjuhlýtt er hér á landi í dag (laugardag 16. september) - og var víđa í gćr líka. Nýtt landsdćgurmet hefur ţegar veriđ sett í dag, (í annađ sinn í ţessum mánuđi). Ef einhver frekari tíđindi verđa getum viđ ţeirra í lok dags á fjasbókardeildinni. 

Fyrrihluti septembermánađar hefur almennt veriđ hlýr, međalhiti í Reykjavík fyrstu 15 dagana var 10,0 stig og 9,4 á Akureyri. Reykjavíkurhitinn er +1,9 stigi ofan međallags áranna 1961-1990 og +0,2 ofan međallags síđustu tíu ára og situr í 7. sćti af 17 á aldarlistanum. Á 141-árslistanum er hitinn í Reykjavík í 26.sćti. 

Úrkomu hefur veriđ óvenjumisskipt um landiđ - og óreglulega. Í Reykjavík er hún um 2/3 hlutar međaltals, en í međallagi nyrđra. Sólskinsstundir í Reykjavík eru vel umfram međallag.

Í pistli á hungurdiskum fyrir 3 árum (16. september 2014) skilgreindi ritstjórinn eitthvađ sem hann kallađi haustpunkta og síđan haustsummu. Hún var reiknuđ ţannig ađ daglegur landsmeđalhiti í byggđ var dreginn frá tölunni 7,5 (haustpunktar dagsins - mínustölum sleppt), síđan var á hverjum degi reiknuđ summa ţessa mismunar (haustsumma). Haustiđ taldi hann komiđ ţegar summan nćđi tölunni 30. Ađ međaltali (1949 til 2014) gerđist ţađ 16. september - en sveiflast mjög til frá ári til árs - og nokkuđ frá einu tímabili til annars. Ţetta er nokkuđ ströng skilgreining ţannig séđ - ekki ţarf marga mjög kalda daga til ađ haustiđ detti inn. Ţađ hefur ekki gerst núna, summan stendur í ađeins 2 punktum.

En lítum á stöđuna á norđurhveli eins og evrópureiknimiđstöđin segir hana verđa síđdegis á morgun, sunnudag 17. september.

w-blogg160917a

Hér má sjá óvenjuhlýja hćđ austan viđ land. Hún stendur ađ vísu ekki lengi viđ og heldur kaldara loft sćkir ađ úr vestri eftir helgina. 

Fellibylurinn Jose er enn á sveimi í Ţanghafinu eđa ţar í grennd og ţreytir félaga vora í veđurspám vestra. Honum er ýmist spáđ á land (varla ţó af fellibylsstyrk) eđa ađ hann falli inn í hakkavél vestanvindabeltisins. Reiknilíkön hafa ýmist veriđ ađ fletja hann ţar út eđa búa til úr leifum hans mjög öfluga lćgđ. Fjórđi möguleikinn er ađ hann veslist bara upp ţarna austur af og hverfi smám saman. Enn er ekki nokkur leiđ ađ segja hver ţessara fjögurra helstu möguleika verđur ofan á - eđa ţá einhver enn annar. 

Viđbót í dagslok:

Laugardagur 16. september varđ sérlega hlýr á landsvísu - fjórđihlýjasti dagur ársins. Landsdćgurmet féll og auđvitađ aragrúi dćgurmeta á einstökum stöđvum. Septembermánađarmet féllu á allmörgum stöđvum, ţar á međal á Hornbjargsvita (sjálfvirkar frá 1995 og áđur mannađar frá 1946), í Bjarnarey, á Fagradal, Breiđdalsheiđi og Öxi, svo ađeins séu nefndar stöđvar ţar sem athugađ hefur veriđ lengur en í 10 ár. Ekki hefur heldur mćlst meiri hiti í september á sjálfvirkri stöđ á Seyđisfirđi.

Á fáeinum stöđvum varđ hámarkshitinn jafnhár eđa hćrri en nokkru sinni á árinu [Seyđisfirđi, Raufarhöfn, Fonti, Brúđardal, Ţórdalsheiđi, Kollaleiru, Eskifirđi, Dalatanga Skjaldţingsstöđum, Fagradal, Oddsskarđi, Sandvíkurheiđi, Öxi og Breiđdalsheiđi].


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 240
 • Sl. sólarhring: 268
 • Sl. viku: 2019
 • Frá upphafi: 2347753

Annađ

 • Innlit í dag: 211
 • Innlit sl. viku: 1743
 • Gestir í dag: 202
 • IP-tölur í dag: 195

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband