Þrýsti- og þykktarvik ágústmánaðar

Við lítum á tvö vikakort úr greiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg040917a

Það fyrra sýnir meðalþrýstifar í nýliðnum ágústmánuði (heildregnar línur) og vik frá meðallagi (litir). Hér má sjá að þrýstingur var lægri en venjulega yfir norðanverðri Skandinavíu, en yfir meðallagi vesturundan og yfir Grænlandi. Þetta þýðir auðvitað að norðanáttir voru heldur tíðari hér á landi en að meðallagi er í mánuðinum.

w-blogg040917b

Meðalhæð 500 hPa flatarins er sýnd með heildregnum línum, meðalhæð með strikuðum og þykktarvik í lit. Bláu litirnir sýna þau svæði þar sem þykktin var undir meðallagi og hiti í neðri hluta veðrahvolfs því líka undir. Kaldast að tiltölu var á Norður-Írlandi og við Vestur-Noreg. Aftur á móti var hlýtt um Grænland sunnanvert. Þeirra hlýinda gætir þó í minna mæli yfir köldum sjónum þar um slóðir. 

Norðvestanátt í háloftum - með lægðarsveigju er að jafnaði mjög köld hér á landi á öllum tímum árs og vel sloppið að hún skuli þó ekki hafa verið kaldari að þessu sinni en raun ber vitni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg121124a
  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 255
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 2409
  • Frá upphafi: 2410053

Annað

  • Innlit í dag: 222
  • Innlit sl. viku: 2158
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband