30.6.2017 | 02:27
Enn um AMO (en í mæðutón)
Hér má lesa um mæðu þá sem ritstjóri hungurdiska hefur af ágangi amo-vísisins svonefnda. Ekki hefur hann þó neitt sérstakt á móti vísinum sjálfum - .
Pistillinn líður nokkuð fyrir það að vera eins konar viðhengi við fyrri amo-pistil, þann frá 10. maí 2016 - kannski rétt að lesendur kynni hann sér fyrst muni þeir ekki eftir honum - sjá viðhengið hér að neðan.
Í gamla pistlinum voru sýndar myndir sem byggðar voru á hrágildum amo-vísisins. Á netinu er hins vegar algengast að sjá myndir af röðinni eftir að hnattræn hlýnun hefur verið numin á brott úr henni. Það er reyndar óþarfi að nota orðalagið hnattræn hlýnun í þessu sambandi heldur ætti e.t.v. að segja að sá þáttur raðarinnar sem hefur fylgni við ártalið (tímans rás) sé numinn á brott. - En þessi þáttur er mjög stór miðað við almennan breytileika vísitölunnar eins og við munum komast að hér að neðan.
Í fyrra pistli var hrái amo-vísirinn borinn saman við ársmeðalhita í Stykkishólmi, bæði einstök ár sem og tíu ára meðaltöl. Fylgni þessara raða var nokkur - en því haldið fram að hluti hennar stafaði af sameiginlegri leitni þeirra við tímans rás.
Við skulum nú líta á leitnilausu raðirnar - fyrst ársgildin.
Lárétti ásinn sýnir leitnilausa amo-vísinn, en sá lárétti hita sama árs í Stykkishólmi. Fylgnin er að vísu marktæk (fylgnistuðull 0,28), en þó svo lítil að segja má að staða amo-vísisins skýri nánast ekki neitt af breytileika Stykkishólmshitans. Amo-vísirinn er t.d. hæstur árið 1878, en það ár er neðan meðallags leitnilausa Stykkishólmshitans. - En góður vilji sér samt eitthvað samband - enda er Ísland innan hins (óljósa) skilgreiningarsvæðis amo-vísisins.
Ef við tökum mörg ár saman batnar sambandið talsvert - verður umræðuvert. Það sést einna best með því að setja 10-árakeðjur raðanna tveggja á sömu mynd.
Blái ferillinn (vinstri kvarði) sýnir amo-vísinn, en sá rauði (hægri kvarði) ársmeðalhitann í Stykkishólmi (athuga að hér er um leitnilausa hitann að ræða). Ritstjóri hungurdiska hefur reynt að fella kvarðana saman þannig að spönnin líti svipað út fyrir báða ferla.
Þeir sýna báðir tuttugustuldarhlýskeiðið mikla sem og hlýindin í upphafi 21. aldar. En á 19. öld er samræmið harla lítið (ekkert reyndar), auk þess er nokkur smáatriðamunur á ferlunum - sé leitað. Til dæmis kólnar nokkuð í Stykkishólmi á miðju hlýskeiðinu gamla - en amo-vísirinn fellur þá ekki neitt. Amo-vísirinn fer hins vegar að leita upp á við á undan Stykkishólmshitanum í lok kuldaskeiðsins síðasta. Stykkishólmshitinn tekur við sér aðeins á undan amo-vísinum í upphafi hlýskeiðsins gamla - en sú túlkun gæti verið afleiðing af því hvernig myndin er gerð.
Við vitum að hlýskeið var hér á landi um og fyrir miðja 19. öld (utan við þessa mynd, amo-vísirinn nær aðeins aftur til 1856) - það kemur sérlega vel fram í leitnilausa hitanum. Hvernig skyldi amo-vísirinn hafa verið þá? Hafi hann verið hár spillist taktur vísisins mjög - en hafi hann aftur á móti staðið lágt verður samband hans við 10-árakeðju ársmeðalhita í Stykkishólmi enn verra en það sem við þó sjáum á þessari mynd.
Það er furðulegt (og ískyggilegt) til þess að hugsa að myndir eins og sú hér að ofan séu blákalt notaðar til þess að fullyrða eitthvað um framtíðina. Er í raun og veru hægt að segja út frá þessari mynd að amo-vísirinn sveiflist reglubundið milli há- og lággilda á 50 til 70 ára fresti? Er hægt að fullyrða að næsta lágmark verði jafnlangt frá því síðasta og tíminn er á milli lágmarkanna á þessari mynd og þar að auki að það verði jafnstórt?
Hvernig í ósköpunum er hægt að fullyrða um þróun hitafars í Stykkishólmi á grundvelli hugsanlegra breytinga á amo-vísinum þegar við sjáum svart á hvítu að Stykkishólmshitinn vissi nákvæmlega ekki neitt um meint amo-hámark á 19. öld? Hér er orðalagið meint hámark notað vegna þess að sjávarhitamælingar á 19. öld eru sérlega óvissar (en á þeim byggir amo-vísirinn). Það er alveg hugsanlegt að nítjándualdar amo-hámarkið sé hreinn og beinn skáldskapur þeirra sem vilja endilega sjá þriðju reglubundnu sveifluna. Ritstjóri hungurdiska vill reyndar ekkert um það fullyrða - vel má vera að þetta hámark sé raunverulegt - og við skulum trúa því.
Myndin hér að ofan - (eða aðrar ámóta) eru sýndar okkur til óbóta á netinu. Með þeim sýningum fylgir oftast eitthvað hjal um markleysi hnattrænnar hlýnunar. Langoftast er það leitnilausa gerðin sem valin er til sýningar - hin almenna hlýnun sést ekki á henni - flestir sýningarstjórar virðast ekki gera sér grein fyrir brottnáminu né ástæðum þess. Við skulum líta aftur á hráa vísinn okkur til heilsubótar.
Hér eru 10-árakeðjur hráa amo-vísisins og Stykkishólmshitans - ásamt reiknaðri leitni þess fyrrnefnda - hann hefur stigið um 0,4 stig á tímabilinu. Það er ámóta og hin almenna sveifluspönn hans. Lágskeiðið síðasta tekur ámóta gildi og háskeið 19.aldar. Leitnin jafnar - eða jafnvel yfirgnæfir sveiflurnar. - Við megum líka taka eftir því að fyrri tvö amo-hlýskeiðin sem við sjáum á myndinni stóðu hvert um sig í um 30 ár (lengd flatneskjunnar á toppi þeirra), það núverandi hefur ekki enn náð 20 árum. Hvers vegna eru þeir sem eru að halda fram reglubundnum sveiflum jafnframt að halda því fram að núverandi háskeiði sé lokið - hvers vegna skyldi núverandi háskeið verða eitthvað styttra en hin fyrri? - Það getur svosem vel verið að það verði það um það vitum við einfaldlega ekki neitt - það gæti líka orðið enn lengra.
Töluleg leitni eða greining á tveimur sveiflulágmörkum og 2 og hálfu hámarki geta aldrei orðið grundvöllur einhverra framtíðarspádóma. Eðli leitninnar og sveiflnanna - hvors þáttar um sig - er þó misjafnt. Leitnina má e.t.v. skýra með þeim miklu breytingum sem orðið hafa á geislunareiginleikum lofthjúpsins sem og breyttri landnýtingu - það er alla vega einhver vitleg eðlisfræði að baki þeim skýringum. Þessar breytingar halda áfram - líkur á því eru yfirgnæfandi - við kunnum hins vegar varla full skil á afleiðingum þeirra. Sveiflurnar sem myndirnar sýna eru hins vegar óskýrðar - en alveg raunverulegar samt. Langlíklegast er að þær séu í raun óreglulegar en ekki reglubundnar - afleiðing flókins samspils fjölmargra stýriþátta.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 1.7.2017 kl. 13:22 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 55
- Sl. sólarhring: 405
- Sl. viku: 2209
- Frá upphafi: 2409853
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1985
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.