Útrás úr Norđuríshafi

Ađ undanförnu höfum viđ gefiđ gaum miklum kuldapolli sem haldiđ hefur sig í námunda viđ norđurskautiđ stóran hluta júnímánađar. Nú bregđur svo viđ ađ hann sleppur úr búri sínu og virđist ćtla ađ fara suđur međ vesturströnd Grćnlands nćstu vikuna eđa svo. 

w-blogg290617a

Kortiđ sýnir hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktina kl.18 á laugardag 1. júlí, ađ mati evrópureiknimiđstöđvarinnar. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, en ţykktin er sýnd í lit. Hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Kuldapollurinn sést vel viđ Vestur-Grćnland - en hefur ekki enn náđ til helstu byggđa á Grćnlandi. 

Nú er ţađ svo ađ útrásir sem ţessar úr íshafinu eru ekki endilega sjaldséđar ţegar á heildina er litiđ, en samt sjaldséđar á hverjum einstökum stađ sem fyrir ţeim verđur. Ritstjóri hungurdiska verđur ađ játa ađ hann er ekki međ tíđni kuldakasta sem ţessara á Vestur-Grćnlandi sjálfvirkt kvarđađa í hausnum og getur ţví lítiđ sagt um ţađ hversu óvenjulegt ţetta er. Evrópureiknimiđstöđin telur ţetta ţó vera međ mestu kuldum á ţessum slóđum í fyrrihluta júlímánađar - ţađ tímabil sem ţeirra viđmiđ nćr yfir (20 ár). 

Til allrar hamingju verndar Grćnlandsjökull okkur fyrir ţví versta - en viđ sleppum samt ekki alveg. Ţađ má ráđa af kortinu hér ađ neđan.

w-blogg290617b

Litirnir á kortinu sýna vik ţykktar nćstu tíu daga (29. júní til 9. júlí) frá međallagi áranna 1981 til 2010. Heildregnar línur sýna hćđ 500 hPa-flatarins, en strikalínur međalţykkt í 10-daga spánni, 5370 til 5400 metra hér viđ land. Ţađ er svosem ekkert hćttulega kalt, en samt um 80 metra undir međallagi viđ Vestfirđi. Slíkt vik er mikiđ - setjandi svip sinn á veđur í tíu daga - trúlega ţá meira einhverja dagana. 

Nú samsvara 20 metrar nálćgt einu stigi, -80 metrar segja ţá ađ hiti í neđri hluta veđrahvolfs verđi um 4 stigum undir međallagi ţessa tíu daga. Vikin verđa vćntanlega (eđa vonandi alla vega) minna í jarđneskum sveitum. 

Ţegar ţetta er ritađ er ekki gert ráđ fyrir sérlegum illviđrum hér á landi samfara svalanum - ritstjórinn er hálfhissa á ţví - vonandi rćtast ţćr spár. 

Ţađ má ţó segja ađ gott sé ađ losna viđ kuldann úr íshafinu - og ađ viđ verđum ekki í beinni braut hans - ţađ tekur stund ađ búa hann til aftur. 

Ađ lokum lítum viđ á útgilda- og halavísa evrópureiknimiđstöđvarinnar fyrir hita sunnudagsins. Ég ţakka Bolla Pálmasyni fyrir ađ galdra ţessa mynd fram úr iđrum reiknimiđstöđvarinnar.

w-blogg290617c

Báđir vísarnir mćla hversu „óvenjulegu“ veđri er veriđ ađ spá. Bláu svćđin sýna útgildavísinn - á dökkfjólubláu svćđunum heggur nćrri kuldametum árstímans (miđađ viđ síđustu 20 ár) - en á ţeim dökkbrúnu er hiti nćrri hámarkshitametum. Heildregnar línur (sjást ef rýnt er í fjólubláa svćđiđ) sýna svokölluđ halagildi (halavísi) - viđ skýrum ţau ekki frekar hér, en látum ţess ţó getiđ ađ allt sem nćr hćrra tölugildi en 2 telst mjög óvenjulegt. Hér er hćsta talan í fjólubláa svćđinu 1,7. Ţađ er hátt. - Daginn eftir (mánudag) má á samsvarandi korti sjá halavísinn fara upp í 2,4 - en ţađ er uppi á Grćnlandsjökli - ţar eru öll hitameđaltöl líkana harla vafasöm og viđ gerum ekki tíđindi úr slíku - en ritstjórinn mun hins vegar fylgjast vel međ hvernig spárnar ţróast. Honum veitir ekki af ađ bćta viđ reynslu sína í túlkun ţessarar nútímavéfréttar. - Skyldu véfréttir fornaldar hafa notađ halavísa? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

eflaust fara meint illviđri hérlendis af voldum útrásarinar hvar kaldaloftiđ og ţađ heita koma saman, ug kraftinum í kerfunum, hvert fara veđurkerfin. ţau byrja viđ miđbaug, en hvar enda ţau, ekki eiđast ţau á pólunum.?. er ekki l´kegast ađ ţau fari upp í efri hluti himinhvolvsins,reni sér síđan í sólina viđ miđbaug hríngrásin er hafinn  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráđ) 30.6.2017 kl. 08:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 51
 • Sl. sólarhring: 435
 • Sl. viku: 1815
 • Frá upphafi: 2349328

Annađ

 • Innlit í dag: 39
 • Innlit sl. viku: 1631
 • Gestir í dag: 39
 • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband