Svipuđ stađa í norđurhöfum

Stađa veđurkerfa í norđurhöfum er enn svipuđ og var fyrir rúmri viku. Öflug háloftalćgđ situr sem fastast í námunda viđ norđurskautiđ - en grynnist ţó heldur.

w-blogg250617a

Hér má sjá spá bandarísku veđurstofunnar sem gildir kl. 18 á morgun, mánudag 26.júní. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, en ţykktin sýnd međ litum. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Viđ viljum helst vera í gulum eđa brúnum litum á ţessum tíma árs, en međaltal síđustu 20 ára (fyrir síđustu viku júnímánađar) er ţó um 5440 metrar - rétt grćna megin viđ litaskilin - en ţau eru sett viđ 5460 metra. 

Daufasti grćni liturinn er ţví ekki svo mjög kaldur - en er samt meinađ ađ gefa einhver hlýindi sem hćgt er ađ tala um nema rétt sunnan undir vegg í síđdegissól og logni. En hinir grćnu litirnir eru ókrćsilegri sem sumarvöllur. 

Kuldinn norđurundan er frekar ógnandi ađ sjá, en sem stendur eru langtímaspár ekki ađ senda hann beint til okkar (eins og bar viđ ađ ţćr gerđu fyrir nokkrum dögum). Í langtímaspánum eru annars ţau tíđindi helst ađ kuldinn fari e.t.v. til suđurs fyrir vestan Grćnland - slík hegđan gćti kallađ fram veđrabreytingu hér á landi - á hvorn veg sem er. - Ţađ verđur bara ađ koma í ljós.

Eins og sjá má af kortinu er sćmilega hlýtt yfir Grćnlandi og í spám má sjá yfir 20 stiga síđdegishita bćđi í innsveitum í kringum Syđristraumfjörđ og í Vestribyggđ hinni fornu á Grćnlandi, í dag, á morgun og e.t.v. ađeins lengur. Vćntanlega eru ţađ dagar af ţessu tagi sem gerđu Vestribyggđ byggilega á sinni tíđ. En ţar hafa margskonar vandrćđi í veđri ţó plagađ - vetrarkuldar ekki verstir. Kannski frekar vorţurrkar og almennt sumarsprettuleysi á velli. Ćtli grćnlenskur gróđur sá sem ađlagađur var slíku - og ţurfti ekki vćtu árlega hafi ekki smám saman veriđ uppnagađur í námunda viđ byggđina af stöđugri vetrar- og vorbeit. 

Einkennileg er alltaf frásögn Ívars Bárđarsonar úr Vestribyggđ - búfé sást í haga - en ekkert fólk. Hálfvillt búfé hefur kannski fundiđ eitthvađ sér til viđurvćris árum- og áratugum saman eftir ađ vitlegur búrekstur varđ ómögulegur - hjörđum varđ ekki haldiđ saman. 

En hér er ritstjóri hungurdiska kominn langt út fyrir sitt vit - biđst forláts og snýr viđ aftur - inn á gróskumikla veđurbithaga sína. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 178
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annađ

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband