Kaldir júnídagar (langt síðan)

Setjum okkur í stellingar og rifjum upp nokkra kalda júnídaga. Þetta er að vísu harla þurr upptalning, en ef til vill felst í henni einhver hollusta.

Fyrst er listi yfir köldustu júnídaga á landsvísu frá 1949 að telja. Engin breyting hefur orðið á þessum lista síðan hann var síðast birtur hér á hungurdiskum fyrir langalöngu.

röðármándagurlandsm.h.
11975620,60
21997670,81
31975630,94
41975610,99
51952621,79
61975641,90
719736102,14
81977662,17
91983612,23
101975652,30
111956672,38
121952632,43
1219736112,43
141977672,48

Reyndar er enginn dagur á öldinni nýju á listanum. Gömul og legin veðurnörd kannast vel við flestar þessar dagsetningar - hrollkaldar minningar læðast að. Kaldastur júnídaga var sá 2. 1975, hluti af hrikalegu kuldakasti sem á 5 daga á þessum fjórtándagalista. Meðalhiti í byggðum landsins var aðeins 0,6 stig - rétt eins og á venjulegum vetrardegi. Hér er rétt að taka fram að annar aukastafur talnanna er að sjálfsögðu óráð - einungis til metingsskemmtunar. 

Næstkaldastur var sá 7. 1997. Líka hluti af margradaga kuldakasti, en enginn annar dagur í kastinu nær þó með á listann. Sumir minnast þess að smáþjóðaleikarnir voru haldnir hér á landi um þær mundir - og fuku þá snjókorn um Laugardalsvöll þótt hádegi væri. 

Annan júní 1952 (5. sæti) varð alhvítt á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, snjódýpt 2 cm. Í 7. sæti er svo komið að hvítasunnukastinu 1973 - fáeinir muna e.t.v. eftir unglingamótinu „Vor í dal“ sem haldið var í Þjórsárdal þessa helgi.

Eins og sjá má er enginn dagur á listanum síðar í mánuðinum heldur en þann 11. Að meðaltali hækkar hiti talsvert frá upphafi til enda júnímánaðar. Sú spurning kemur eðlilega upp hvort sömu dagar skili sér á lista ef við miðum við vik frá meðalhita hvers dags. Miðaða er við meðaltal áranna 1961 til 2010 (50 ár). 

ármándagurdagsm.h.vik
1997670,81-6,70
1975620,60-6,48
1975630,94-6,34
19736102,14-6,22
1975610,99-5,94
19736112,43-5,86
19736122,76-5,47
1975641,90-5,42
19596173,24-5,30
19686233,52-5,06
19786213,95-4,61

Ekki breytir þetta miklu, sá 7. 1997 nær þó efsta sætinu (meðalhiti 7. júní er sjónarmun hærri en þess 2.). Væri ámóta listi gerður fyrir Reykjavík eina gætum við haldið lengra aftur á bak í tíma - þá kæmi í ljós að þessi dagur er meðal þeirra allraköldustu í borginni allt aftur til 1871.

Í þremur neðstu sætunum á listanum birtast dagar úr síðari hluta mánaðarins. Þetta er hinn sérlega illræmdi 17. júní 1959 - hefur oft komið við sögu á hungurdiskum. Svo er dagur úr jónsmessukastinu 1968, 23. júní. Þá festi snjó á láglendi víða fyrir norðan.

Annað kast gerði um sólstöður 1978. Ekki var mikið undan því kvartað í blöðunum (annað væri upp á teningnum í dag). Ritstjóri hungurdiska man það ekki - var í útlöndum. Þó segir í myndartexta á forsíðu Dagblaðsins þann 22. júní: „Ákjósanlegt væri að börnin okkar hefðu betri uppvaxtarskilyrði en veðrið suðvestanlands býður þeim upp á.“ - Hófleg ósk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 51
 • Sl. sólarhring: 95
 • Sl. viku: 1592
 • Frá upphafi: 2356049

Annað

 • Innlit í dag: 47
 • Innlit sl. viku: 1477
 • Gestir í dag: 45
 • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband