Óvenju ...

Í kaldara lagi kannski en ţađ er varla hćgt ađ segja ađ ţađ sé óvenjukalt - júníkuldaköstin oft miklu verri en ţetta. Međalhiti á landinu í dag var 5,5 stig, 1,1 stig sama dag 1997. Förum kannski í frekari upprifjun - ef núverandi kast endist eitthvađ. En lítum samt á spá um hita í 850 hPa. Hún gildir kl. 9 í fyrramáliđ (fimmtudag 8. júní).

w-blogg080617a

Hiti er sýndur međ litum, jafnhćđarlínur heildregnar og vindur sýndur međ vindörvum. Blái flekkurinn er nokkuđ fyrirferđarmikill - ţar er frostiđ meira en -6 stig í 850 hPa (rúmlega 1300 metra hćđ). Ţetta gćti veriđ verra - og fer svo hćgt (mjög hćgt) hlýnandi. 

Eins og sjá má stefnir mjög hlýtt loft í áttina ađ Norđaustur-Grćnlandi - tökum eftir ţví. 

w-blogg080617c

Hér kemur ţađ óvenjulega. Kortiđ sýnir sjávarmálsţrýsting og úrkomu. Ţađ gildir kl. 6 ađ morgni föstudags 9. júní. Neđri rauđa örin bendir á djúpa lćgđ langt suđur í hafi. Miđjuţrýstingur er hér 964 hPa - ţađ er óvenjulegt í júní.

Efri rauđa örin bendir á úrkomuklessu viđ Norđaustur-Grćnland - ţar er hlýja loftiđ áđurnefnda ađ rekast á fjöllin. Á ţessum slóđum er venjulega mjög ţurrt á ţessum tíma árs og atburđurinn er óvenjulegur ađ sögn útvísa evrópureiknimiđstöđvarinnar. 

Tíu daga úrkomuspáin sýnir vel hversu óvenjulegt ţetta er.

w-blogg080617d

Spáin gildir frá 7 til 17. júní. Litir sýna hlutfall tíudagaúrkomu af međallagi. Örin bendir á úrkomuklessuna viđ Grćnland - 25 falda međalúrkomu - og hún á reyndar ekki ađ falla á tíu dögum heldur fylgir nćr eingöngu ţessu eina veđurkerfi sem sjá mátti á efri myndinni. - En munum ađ međalúrkoma á ţessu svćđi er sáralítil í júní ţannig ađ flestum hér á landi ţćtti ekki mikiđ til heildarmagnsins koma. - En ţetta er athyglisvert ef rétt reynist. 

Hér á landi er úrkomu hins vegar spáđ undir međallagi nćstu tíu daga - lćgstu tölurnar eru viđ Breiđafjörđ - dekksti brúni liturinn sýnir svćđi ţar sem úrkomu er spáđ innan viđ 25 prósent af međallagi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

nú hef ég ekki skođađ hitan á svćđinu en féll ekki ţessi mikkla úrkoma viđ grćnland sem snjór sem í sjálfu sér er gott, ţví ţá hćkkar jökullinn 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráđ) 8.6.2017 kl. 07:22

2 identicon

5,5 stiga međalhiti á sólarhring ţykir nú frekar kalt jafnvel ţó ađ megi finna mun kaldari daga í júní á kuldatímabilinu í lok siđustu aldar (lengi má böl mćta međ ađ benda á annađ verra)! Ef boriđ er saman viđ međalhitann á landinu í maí (7,4 stig) ţá er ţessi sólarhringur tćpum tveim gráđum kaldari!!
Fróđlegt vćri ađ sjá hvort svona kalt hafi veriđ á yfirstandandi "hlýskeiđi" á ţessari öld en reyndar voru einnig kaldir júnímánuđir á öldinni svo sem áriđ 2001 (8,8 stig í borginni). Alls fimm júnímánuđir undir 10 stigum í Rvík!

Og ţessari kuldatíđ er spáđ áfram nćstu vikuna á mestöllu landinu.

Já, hnattrćna hlýnunin virđist eiga mjög erfitt uppdráttar - eđa amk ganga mjög hćgt fyrir sig. 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 8.6.2017 kl. 08:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 436
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband