Júní kaldari en maí?

Nei, hér er ekki verið að spá neinu um að júní verði kaldari en maí. Það er hins vegar þannig að líkur á því að júní sé kaldari en maí eru mun meiri þegar maí er óvenjuhlýr heldur en þegar hann er kaldur - eða í meðallagi. 

Við spyrjum því hvort þetta hafi gerst. Svarið er já, og líkurnar eru mestar norðaustanlands - eftir hlýjan maí. 

Á landsvísu verður að fara aftur til ársins 1946 til að finna dæmi um svona hegðan hitafarsins. Munurinn var hins vegar ómarktækur, landsmeðalhiti í maí reiknaðist þá 7,4 stig, en 7,3 í júní. Árið 1928 var munurinn aðeins meiri, meðalhiti í maí reiknaðist 7,4 stig, en 7,0 í júní. 

Það er varla hægt að segja að þetta hafi komið fyrir í Reykjavík - að vísu nefnir meðalhitalistinn ártölin 1845 og 1851. Maí 1845 reiknast „óeðlilega“ hlýr í Reykjavík, meðalhiti 10,0 stig - á mörkum þess trúverðuga, en júníhitinn það ár á að hafa verið 9,4 stig. 

Árið 1851 er trúverðugra, þá var meðalhiti í maí í Reykjavík 7,2 stig, en ekki nema 6,3 í júní. Þetta sama ár var maí hlýrri en júní í Stykkishólmi (6,0 og 5,9 stig), á Akureyri (6,7 og 6,2 stig), á Siglufirði (5,9 og 5,6 stig) og í Hvammi í Dölum (4,9 og 4,4 stig). 

Í Stykkishólmi var maí hlýrri en júní bæði 1928 og 1946 eins og á landinu í heild - (og 1851) en ekki oftar. Þetta ástand er algengara á Akureyri, auk 1928 og 1946 (og 1851) koma líka upp árin 1890, 1961 og svo 1991. 

Á Egilsstöðum gerðist þetta 1991 og 1998. Vestur á Fjörðum (Bolungarvík) eru enn 1928 og 1946 nefnd. Í uppsveitum Suðurlands kemur aðeins upp árið 1890 (eins og á Akureyri) - en ekki er vitað um nein dæmi þess að maí hafi verið hlýrri en júní í Vestmannaeyjum. 

Ekkert dæmi er um það að júní hafi verið kaldari en maí á þessari öld. 

Landsmeðalhiti maímánaðar nú var 7,4 stig. Meðalhiti í júní hefur 30 sinnum verið lægri en þetta. Við notum gögn aftur til 1874, 143 ár. Væri júníhitinn algjörlega óháður hita í maí ættu líkur á því að júní nú verði kaldari en maí að vera rúm 20 prósent. - Það er þó ekki alveg svo - við dveljum nú á hlýskeiði - mjög kaldir mánuðir eru nú ólíklegri en þeir voru fyrir öld og meira - en alls ekki útilokaðir. Ætli líkurnar séu ekki nær því að vera 8 til 10 prósent heldur en rúmlega 20 - það er samt umtalsvert. 

Líkur á því að þetta gerist á einhverri stöð um landið norðaustanvert eru meiri en þetta - en minni suðvestanlands. Listi yfir öll þekkt tilvik fortíðar er í textaviðhengi. 

Við bíðum auðvitað spennt. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér má auðvitað fljóta með að kuldamet eru nú slegin bæði á suður- og norðurhveli jarðar og hafísinn í norðurhöfum, sem ónefndur sérfræðingur Veturstofunnar var búinn að fullyrða að væri að hverfa, er í vexti að sumarlagi.

Eigum við ekki að beina árvökulum sjónum okkar til himna, Trausti, og fylgjast vel með sólinni á næstunni? Sólvirkni er einmitt sú minsta í júní 2017 í 100 ár. Koltvísýringur hefur auðvitað ekkert með hnatthita að gera eins og við vitum báðir.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 08:02

2 identicon

áhugavert samtal á rás.1 um loftlagsmál þar nefnir maðurinn að það séu til nokkuð áræðanlegar heimildir um veðurfar á íslandi frá því að land byggðist. sé það rétt skildi þá vera sama breitíng eftir hnattsöðu íslands kólnar þegar landið fer norðar og hitnar þegar það fer sunnar. að vísu er erfitt að meta svona breitíngar. vegna plötuhreifíngar jarðar þanig að straumar gætu hugsanlegra breist af þeira völdum. en auðvitað er súrnun sjávar áhyggjuefni

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 230
  • Sl. sólarhring: 231
  • Sl. viku: 2055
  • Frá upphafi: 2350791

Annað

  • Innlit í dag: 211
  • Innlit sl. viku: 1839
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband