Nærriþvíhret (eða hvað)

Staða dagsins er hretleg - en svo virðist sem minna verði úr en efni gætu staðið til - eða svo segja tölvuspárnar. Okkur er vonandi óhætt að trúa þeim, en fyrir tíma þeirra (en eftir að háloftaathuganir komu til) þótti þessi staða óþægileg. Í enn fyrri fortíð þurfti hins vegar mjög mikla reynslu eða útsjónasemi til að sjá að eitthvað væri að ógna. 

w-blogg210417a

Spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir kl.18 á morgun, laugardag 22. apríl. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Hvasst er af vestri yfir Íslandi, strengurinn nær reyndar um kortið þvert. Fyrir vestan land er dálítið lægðardrag (gulbrún strikalína) á leið austur og síðar til suðausturs.

Suðvestanátt á undan því gefur hlýtt loft á garðann, en á eftir fylgir ískalt loft frá heimskautaslóðum. Í fljótu bragði er hér um að ræða sígildan fyrsta þátt í vorhreti sem hefði valdið töluverðum áhyggjum veðurspámanna á árum áður - þó ekki fyrr en þessi staða hefði blasað við fyrirvaralítið við greiningu háloftakortsins - engar áreiðanlegar tölvuspár þá að hafa. 

En svo virðist sem ekki eigi að verða mjög mikið úr þessu. Ástæðan er sú að norðaustur í hafi leynist ívið hlýrra loft - í formi „dvergfyrirstöðu“, Varla er mögulegt að sjá fyrir hreyfingar hennar nema með góðum tölvulíkönum. Þau segjast nú sammála um að þessi litla fyrirstaða gangi fyrir kalda loftið og spilli takti þeirra afla sem valda hefðu átt töluverðri dýpkun hretlægðarinnar við landið eða fyrir sunnan það.

En - kalda loftið mun samt skella á landinu á sunnudaginn en af minna afli en kortið hér að ofan virðist í fljótu bragði lofa (nóg samt). 

Það er svo athyglisvert að bandarísku veðurstofuna og evrópureiknimiðstöðina greinir svo nokkuð á um það hversu djúp lægðin verður þegar hún nálgast Vestur-Noreg. Það skiptir miklu máli fyrir snerpu norðan og norðvestanáttarinnar í Norðursjó á mánudag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 213
 • Sl. sólarhring: 251
 • Sl. viku: 1992
 • Frá upphafi: 2347726

Annað

 • Innlit í dag: 186
 • Innlit sl. viku: 1718
 • Gestir í dag: 180
 • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband