Sumardagurinn fyrsti - sundurlausir fróđleiksmolar (taka 2)

Fyrir fjórum árum rifjađi ritstjóri hungurdiska upp nokkra fróđleiksmola um sumardaginn fyrsta - ţetta er ađ mestu endurtekning á ţví međ lítilsháttar uppfćrslum, leiđréttingum og viđbótum ţó. Ađallega er miđađ viđ tímabiliđ 1949 til 2016.

Ţetta er vćgast sagt ţurr upptalning en sumum veđurnördum finnst einmitt best ađ naga ţurrkađ gagnarođ.

Ađrir hafa helst gaman af ţessu međ ţví ađ fletta samhliđa í kortasafni Veđurstofunnar en ţar má finna einfölduđ hádegiskort sumardagsins fyrsta á sérstökum síđum (fletta ţarf milli áratuga).

Međalvindhrađi var minnstur 1955, 1,9 m/s. Langhvassast varđ 1992, 15,1 m/s. Nćsthvassast var 1960.

Ţurrast var 1996 og 1978. Ađ morgni ţessara daga mćldist úrkoma á landinu hvergi meiri en 0,5 mm og varđ ađeins vart á um ţriđjungi stöđva. Úrkomusamast var hins vegar 1979 en ţá mćldist úrkoma á 98 prósentum veđurstöđva á landinu. Ámótaúrkomusamt var 2009 en ţá mćldist úrkoma meira en 0,5 mm á 96 prósentum veđurstöđva.

Kaldasti dagurinn í hópnum var 1949 (međalhiti -7,3 stig). Landsmeđalhitinn var hćstur 2014 (8,0 stig) og litlu lćgri 1974 (7,7 stig). Međalhámark var einnig hćst 2014 (12,4 stig). Lćgst varđ međalhámarkiđ dagana köldu 1949 (-4,5 stig) og 1967 (-3,1 stig). Landsmeđallágmarkiđ var lćgst sömu ár, 1949 (-9,7 stig) og 1967 (-7,8 stig). Hćst var landsmeđallágmarkiđ (hlýjasta ađfaranóttin) 1974 (5,8 stig).

Lćgsti lágmarkshiti á mannađri veđurstöđ á sumardaginn fyrsta á tímabilinu 1949 til 2016 mćldist 1988, -18,2 stig (Barkarstađir í Miđfirđi). Lćgsti hiti sem mćlst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta er -23,4 stig á Brúarjökli 2007, en hćsti hámarkshiti ţessa góđa dags mćldist 1976, 19,8 stig (Akureyri). Hiti fór reyndar í 20,5 stig á Fagurhólsmýri á sumardaginn fyrsta 1933, en ţađ er óstađfest í bili. Á sumardaginn fyrsta 1949 fór hiti hvergi á landinu yfir frostmark, hćsta hámark dagsins var -0,2 stig. Ţetta er međ ólíkindum. Sumardagurinn fyrsti 1951 var litlu skárri ţví ţá var hćsti hámarkshitinn nákvćmlega í frostmarki.

Í Reykjavík er kaldasti sumardagurinn fyrsti sem vitađ er um 1876, ţá var međalhitinn -6,9 stig (ekki nákvćmir reikningar). Ţann dag segir blađiđ „Norđanfari“ ađ -18 stiga frost hafi veriđ á Akureyri (en opinberar mćlingar voru engar á Akureyri um ţćr mundir). Ţađ hefur sjö sinnum gerst svo vitađ sé ađ ekkert hafi hlánađ í Reykjavík á sumardaginn fyrsta, síđast 1983 ţegar hámarkshiti dagsins var í frostmarki, 0,0 stig. Dagsmeđalhiti sumardagsins fyrsta í Reykjavík var hćstur 1941, 9,5 stig, en hćsta hámark sem vitađ er um á sumardaginn fyrsta eru 13,5 stig sem mćldust 1998.

Sumardagurinn fyrsti var sólríkastur í Reykjavík áriđ 2000, ţá mćldust sólskinsstundirnar 14,6, ţćr voru litlu fćrri 1981, eđa 14,4. Síđustu 100 árin rúm hefur 14 sinnum veriđ alveg sólarlaust í Reykjavík á sumardaginn fyrsta.

Á Akureyri var hitinn hćstur 19,8 stig 1976 - eins og nefnt var hér ađ ofan, en mesta frost sem mćlst hefur á sumardaginn fyrsta á Akureyri er -10,5 stig. Ţađ var 1949.

Međalskýjahula á landinu var minnst 1981 (ađeins 1,8 áttunduhlutar). Ţađ var bjartur dagur - en býsnakaldur. Skýjahulan var mest 1959 (7,9 áttunduhlutar) - mörg önnur ár fylgja skammt á eftir.

Loftţrýstingur var hćstur 1989 (1041,6 hPa) en lćgstur 1958 og 2006 (980,6 hPa).

Algengast er ađ vindur sé af norđaustri á sumardaginn fyrsta (miđađ viđ 8 vindáttir). Norđvestanátt er sjaldgćfust.

Ameríska endurgreiningin segir ađ ţrýstisviđiđ yfir landinu hafi veriđ flatast 1958 (vindur hćgastur), en langbrattast 1992 (hvassast). Sama dag var hvassast á veđurstöđvunum (eins og áđur sagđi) og ţrýstimunur á milli veđurstöđva landsins mestur og hittir endurgreiningin hér vel í. Ţrýstivindur var af austsuđaustri, en á veđurstöđvunum var međalvindátt rétt norđan viđ austur. Ţađ er núningur sem er meginástćđa áttamunarins. Ţrýstisviđiđ var flatast á sumardaginn fyrsta 2014.

Sé litiđ á 500 hPa-flötinn segir endurgreiningin hćđarbrattann hafa veriđ mestan 1960, af vestnorđvestri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband