Hlýr og úrkomusamur vetur

Nú er komið að sumardeginum fyrsta og rétt að líta á útkomu íslenska vetrarins 2016 til 2017. Veturinn sá hefst á fyrsta vetrardag, sem síðastliðið haust bar upp á 22. október og við teljum honum ljúka með deginum í dag, 19. apríl 2017. 

Veturinn var bæði hlýr og úrkomusamur. Línuritið hér að neðan ber saman hita vetra alllangt aftur í tímann. Vegna þess að íslenska tímatalið fylgir ekki mánuðum hins hefðbundna dagatals verðum við að þekkja hita hvers einasta dags til að geta reiknað. Það gerum við ekki á Akureyri nema aftur á árið 1936, en í Reykjavík lengra aftur - en þó ekki samfellt (unnið er að úrbótum, en það er ákaflega seinlegt). 

Hiti íslenska vetrarins í Reykjavík og á Akureyri

Gráa línan sýnir Reykjavíkurhitann, en sú rauða hitann á Akureyri. Ártölin standa við síðara ártal vetrarins (2017 á við veturinn 2016 til 2017). Við sjáum að í Reykjavík er vitað um fjóra hlýrri, hlýjastur var 2002 til 2003, síðan 1928 til 1929, 1963 til 1964 og 1945 til 1946. Ámóta hlýtt og nú var einnig 1941 til 1942. 

Á Akureyri ná reikningarnir aðeins aftur til vetrarins 1936 til 1937. Nýliðinn vetur er sá næsthlýjasti á því tímabili - 2002 til 2003 er sá eini sem var hlýrri. - En við vitum hér ekki nákvæma tölu fyrir 1928 til 1929 - sá næsthlýjasti í Reykjavík.

Úrkoma íslenska vetrarins í Reykjavík

Óvenjuúrkomusamt var í Reykjavík eins og sjá má á myndinni. Ámótamikið skilaði sér í mælana 1991 til 1992, en síðan þarf að fara aftur til 1925 til að finna jafnmikið eða meira. 

Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum og landsmönnum öðrum gleðilegs sumars með þökk fyrir vinsemd á liðnum misserum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðilegt sumar og takk fyrir fróðlega pistla, Trausti.

Þorsteinn Briem, 20.4.2017 kl. 00:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðilegt sumar Trausti.

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2017 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 25
 • Sl. sólarhring: 81
 • Sl. viku: 1493
 • Frá upphafi: 2356098

Annað

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 1398
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband