Ķ leit aš vorinu 6

Žį er žaš vindurinn. Hann bošar lķka vor, vindhraši minnkar og hann veršur lausari ķ rįsinni. Sömuleišis verša breytingar į vindįttatķšni - en mjög erfitt er aš nį tökum į žeim žannig aš vel sé. 

Viš skulum byrja langt uppi ķ heišhvolfinu, ķ meir en 20 km hęš yfir jörš. Žar finnum viš 30 hPa-flötinn. Alloft hefur veriš į hann minnst įšur hér į hungurdiskum og hegšan vinds žar. Žegar kemur upp fyrir um 20 km hęš skiptir alveg um įtt į sumrin - vindur snżst śr vestri ķ austur. Žar nešan viš helst vestanįttin allt įriš - en śr henni dregur žó mjög į sumrin eins og viš munum vonandi fį aš sjį ķ nęstu pistlum. Nešst ķ vešrahvolfinu hagar žó žannig til hér viš land aš austanįtt er ķ hįmarki aš vetri, en lįgmarki aš sumarlagi. 

En lķtum į vestanįttina ķ 30 hPa. Til žess notum viš hįloftaathuganir frį Keflavķkurflugvelli į įrunum 1973 til 2016.

Mešalvestanvindstyrkur ķ 30 hPa yfir Keflavķk

Lįrétti įsinn sżnir allt įriš - og hįlfu įri betur (til aš veturinn sjįist saman ķ heild). Lóšrétti įsinn sżnir vestanžįtt vindsins (ekki vindhraša). Sé vindur beint af sušri eša noršri er vestanžįtturinn enginn, sé vindur af austri er vestanžįtturinn neikvęšur. 

Skiptin milli vestan- og austanįttar į vorin verša ķ kringum sumardaginn fyrsta. Ekki alveg nįkvęmlega į sama tķma frį įri til įrs, en samt er furšumikil festa ķ žessum skiptum. Sumariš ķ heišhvolfinu hefst sum sé į sumardaginn fyrsta. Žaš er varla tilviljun aš žęr breytingar sem viš höfum ķ fyrri pistlum séš aš verša nęrri žessum degi eigi sér staš žegar umskiptin verša ķ heišhvolfinu. 

En viš sjįum lķka į myndinni aš sumri lżkur ķ heišhvolfinu seint ķ įgśst - viš skulum bara segja aš žaš sé į höfušdaginn (žann 29.), en žeir sem lengi hafa fylgst meš vešri og hafa tilfinningu fyrir žvķ gętu lķka veriš veikir fyrir žeim 24. Ritstjórinn minnir af žessu tilefni į fornan pistil hungurdiska sem bar nafniš: September, haustiš og tvķmįnušur. Žar mį m.a. finna alžżšuskżringu hans į tvķmįnašarnafninu dularfulla. 

En voriš er snemma į ferš ķ heišhvolfinu - žaš er byrjaš fyrir jafndęgur į vori žegar vestanįttin er žar ķ „frjįlsu falli“. Ef viš leitum aš jafnsterkri vestanįtt aš hausti og er viš jafndęgur į vori kemur ķ ljós aš žar hittum viš fyrsta vetrardag fyrir.

Vetur hefst ķ heišhvolfi į fyrsta vetrardag (eša ašeins sķšar) stendur nęr til jafndęgra aš vori, voriš er stutt, sumar hefst į sumardaginn fyrsta. Žaš stendur til upphafs tvķmįnašar og varir ķ tvo mįnuši til fyrsta vetrardags. Ķ kringum mįnašamótin nóvember/desember fęr vestanįttin ķ heišhvolfinu aukaafl - skammdegisröstin nęr sér į strik. Į skammdegisröstina var minnst ķ pistli hungurdiska 5. nóvember 2015. Į sama tķma sżna mešaltöl skyndilegt fall ķ sjįvarmįlsžrżstingi hér į landi - kannski er žetta tengt lķka?

 

Nżlišinn vetur var nokkuš óvenjulegur ķ heišhvolfi noršurhvels - og žegar žetta er skrifaš (14. aprķl) er noršaustanįtt ķ 30 hPa yfir Ķslandi. Sumar er aš ganga ķ garš žar uppi.  


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Des. 2017
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nżjustu myndir

 • w-blogg111217a
 • w-blogg081217b
 • w-blogg091217b
 • w-blogg091217a
 • w-blogg081217

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (13.12.): 72
 • Sl. sólarhring: 621
 • Sl. viku: 2552
 • Frį upphafi: 1522674

Annaš

 • Innlit ķ dag: 55
 • Innlit sl. viku: 2162
 • Gestir ķ dag: 54
 • IP-tölur ķ dag: 52

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband