Flókin sameining

Lægðin ofurdjúpa sem hefur valdið nokkrum vindi og úrkomu í kvöld grynnist nú ört - en fór um stund niður undir 930 hPa í miðju (langt fyrir suðvestan land). Ný lægð er við Nýfundnaland - stefnir til okkar, kemst ekki með góðu móti framhjá fyrri lægðinni - en reynir sameiningu. 

Kortið hér að neðan gildir síðdegis á morgun - þriðjudag 7. febrúar.

w-blogg070217a

Þá verður nýja lægðin um 800 til 1000 km suðsuðaustur af Hvarfi á Grænlandi (segir evrópureiknimiðstöðin) - en úrkomubakki hennar kominn mun lengra (sú rauða ör sem nær er Íslandi bendir á hann). Svo virðist sem kröpp lægð muni svo myndast um það bil þar sem syðri rauða örin reynir að benda á. Sú færi þá á miklum hraða til norðnorðausturs og norðurs - vonandi þó vel fyrir vestan land - því foráttuveðri er spáð næst miðju hennar. - Látum Veðurstofuna um að greiða úr því.

En landið sunnanvert sleppur vart við úrkomu þessara lægða - reiknimiðstöðvar gera mismikið úr henni - en rétt samt að reikna með vatnavöxtum - mikill snjór bætist á hájökla - það vill til að lítill sem enginn snjór er fyrir neðar til að bráðna. 

Svo er vaxandi hæð yfir Skandinavíu - kannski hún nái 1050 hPa um miðja viku. - Og spáð er ótrúlegum hlýindum austanlands um helgina - en það verður varla (eða hvað)?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 40
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 531
  • Frá upphafi: 2343293

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband