Djúp lægð suður í hafi

Foráttulægð er nú að ná sér á strik suður í hafi, gert er ráð fyrir því að í kvöld fari miðjuþrýstingur niður í 935 hPa og vindhraði í fárviðri á allstóru svæði. Þó lægðin stefni síðan í átt til okkar verður samt talsvert af henni dregið þegar vindur og úrkoma ná hingað til lands síðdegis á morgun. - Samt ástæða til að gefa vindi og úrkomu gaum.

w-blogg050217a

Kortið sýnir sjávarmálsþrýstispá evrópureiknimiðstöðvarinnar (heildregnar línur) og vind í 100 metra hæð (litir). Hún gildir kl. 21 í kvöld, sunnudag 5. febrúar. Vindur í 100 metra hæð er talsvert meiri en niður við sjávarmál - og oftast mun meiri en yfir landi, en aftur á móti vísar hann oft vel á raunstyrk í slæmum vindstrengjum í fjöllóttu landi. 

Það verður talsvert um að vera í veðri á okkar slóðum næstu vikuna - átök milli mikillar fyrirstöðuhæðar í austri og kaldra lægða í vestri. - Vonandi fer þó fátt úrskeiðis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eins og það er nú gott að ganga á snjólausum gangstígum,sækir að manni hjátrú sem er nú bara heimatilbúin. Skildi konungurinn skinja vanþakklætið yfir mildi hans og minna mann á að hann ræður ríkjum um þessar mundir.

Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2017 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 221
  • Sl. viku: 1337
  • Frá upphafi: 2349806

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1218
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband