26.1.2017 | 22:28
Hversu mikið hefur hlýnað? (framhald)
Við skulum halda leitnifyllerínu aðeins áfram (þó lítið vit sé í því) og reyna að sinna tveimur spurningum sem vakna eftir skoðun á línuriti fyrri pistils.
1. Hafa mánuðir ársins hlýnað mismikið?
2. Hefur áður hlýnað jafnhratt og nú?
Fyrsta mynd dagsins leitar svara við fyrri spurningunni.
Við sjáum mánuði ársins á lárétta ásnum - en aldarhlýnun (sem staðlaða hraðamælingu) á þeim lóðrétta. Bláu súlurnar taka til tímabilsins 1864 til 2016. Þetta tímabil velja þeir sem vilja hlut hlýnunar síðustu 150 ár sem mestan - (út frá mynd síðasta pistils) - þeir sem þó viðurkenna að varla sé rétt að miða aðeins við síðustu 40 ár eða svo.
Jú, það hefur hlýnað á öllum tímum árs miðað við það sem var fyrir 150 árum, minnst í september og október - en mest í febrúar og mars. Athugið að margfalda þarf með 1,5 til að fá 150 ára tölurnar. Þetta eru allt háar tölur.
Brúnu súlurnar velja þeir sem vilja gera sem minnst úr hlýnuninni - þeir fara aftur til ársins 1927. - Það hefur að vísu hlýnað síðan þá í 8 mánuðum ársins - og hásumarið, júní til ágúst - kemur vel út.
Við þykjumst nú hafa svarað fyrri spurningunni: Mánuðir ársins hafa hlýnað mismikið.
Síðari spurningin er erfiðari að því leyti að viðmiðunartímabil hraðamælinga er ekki sjálfgefið. Hér veljum við 30 ár - hefðum getað valið annað. Við notum þó enn 100 ár sem hraðastiku - margfalda þarf tölur með 0,3 til að sjá 30-ára hlýnunina. Ritstjórinn reiknaði leitnina ekki út fyrir öll 30-ára tímabil heldur fór þá leið að stikla á 5-ára bilum. Fyrsta 30-ára skeiðið á myndinni tekur til 1798 til 1825, það næsta 1803 til 1832 og svo framvegis - næstsíðasta skeiðið er 1983 til 2012 - en það síðasta 1987 til 2016 (aðeins 4 ár á milli þrepa þar). Ártölin á lárétta ásnum eru sett við þann enda hvers tímabils sem styttra er í frá okkur séð - upplifun þess árs um það sem þá hafði verið í gangi.
Fimmárastiklið þýðir að sennilega vantar ítrustu 30-ára gildi tímabilsins alls á myndina - en það munar varla neinu sem nemur. Aðalatriðin sjást vel.
Hraði hlýnunar var mestur á tímabilinu 1913 til 1942, 6,6 stig á öld. Á árunum 1978 til 2007 var hann 5,7 stig á öld. Það hlýnaði sum sé hraðar á fyrra tímabilinu en það gerði á núverandi hlýskeiði.
Við sjáum líka að hlýskeið 19. aldar stóð sig líka nokkuð vel, hæsta talan þar er á árunum 1808 til 1837, 4,1 stig á öld. Má hér gjarnan rifja upp setningu í pistli í tímaritinu Gestur vestfirðingur sem birtist 1847: Þegar borið er saman árferði á Íslandi, það er þeir menn, er nú lifa, muna til, eður tíma þann, sem liðinn er af 19du öld, við það, sem árbækur landsins greina glögglega frá á öllum þeim 9 öldum, sem liðnar eru frá landnámstíð, ætla eg víst, að árferði hafi aldrei verið jafngott, þegar alls er gætt, eins og nú í næstuni hálfa öld, ... . Svo sannarlega upplifði sá sem þetta ritaði mikla og hraða hlýnun.
En það kólnaði líka mjög hratt á milli - mest fór kólnunarhraðinn í -4,0 stig á öld á tímabilunum 1838 til 1865 og 1953 til 1982. Við sem eldri erum munum því vel bæði skyndikólnun og óðahlýnun.
Þar sem skiptir um formerki á myndinni hefur tíð verið í einskonar jafnvægi - slíkt jafnvægi er reyndar ekki til - en væri hugmyndin um að 30-ára meðaltöl nægðu til að segja endanlega til um meðalhita staðar ætti þetta línurit að vera alveg flatt.
Við sjáum að enginn efnislegur munur er á tímabilunum 1978 til 2007 og 1983 til 2012 - og ekki heldur 1987 til 2016 sem sýnir enn óðahlýnun í gangi - þótt aðeins hafi slegið á. Eftir sex ár kemur svo að tímabilinu 1993 til 2022. Líkur eru á hlýnunarhraðinn sem það mun sýna verði enn svipaður - en til að tímabilið 1998 til 2027 sýni enn svona háar tölur þurfa næstu tíu ár að verða mjög hlý - þó nokkuð hlýrri heldur en þau sem við höfum áður séð hingað til. - Er það líklegt?
Að lokum skulum við líta á mynd sem er í sannleika sagt óttalegt bull - en má samt skemmta sér yfir.
Hér sjáum við hvert einstakir dagar ársins hafa leitað á tímabilinu 1846 til 2016 (allt mælitímabil Stykkishólms). Lárétti ásinn sýnir daga ársins - og rúmlega það - við endurtökum tímann frá áramótum fram til 30. júní til að sjá veturinn betur í heild.
Tölurnar eru efnislega sammála árstíðasveiflunni á fyrstu myndinni hér að ofan. Hlýnunin er mest síðla vetrar, minnst snemmsumars eða seint á vorin og svo snemma hausts. Örfáir dagar sýnast hafa kólnað - Þorláksmessa mest - en best hefur 25. janúar staðið sig - hann hefur hlýnað um nærri 5 stig á 171 ári.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk. Einstaklega fróðlegir pistlar sem svar við spurningunni "Hversu mikið hefur hlýnað?"
Ágúst H Bjarnason, 26.1.2017 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.