Fer furđuvel međ

Furđuvel fer međ veđur ţessa dagana ţó hitasveiflur séu nokkrar. Viđ lítum á sjávarmálsţrýstispákort evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir síđdegis á miđvikudag 25. janúar.

w-blogg240117a

Mikiđ lćgđasvćđi er fyrir suđvestan land - eins og í dag (mánudag). Ţetta lćgđasvćđi grynnist og ţokast til norđausturs nćstu daga (sé ađ marka spár). Dregur úr ađstreymi lofts úr suđri og ţađ kólnar. 

Nokkrar tölur hafa veriđ settar inn á kortiđ - svona til áherslu. Talan 1 er í gríđarmikilli sunnanátt yfir Bretlandseyjum vestanverđum og liggur langt norđur um Noreg. - Tíudagaspáin segir hita verđa 5 til 8 stig ofan međallags á ţessum slóđum. 

Enn er frekar kalt viđ Miđjarđarhaf (talan 2) - ţó ekki alveg eins og á dögunum - og á hiti ţar smám saman ađ nálgast međallag - ţó spár séu nú ekki alveg sammála ţar um - .

Mikill kuldi er báđum megin Grćnlands (3) - viđ sjáum -30 stiga jafnhitalínu 850 hPa-flatarins viđ Diskóflóa viđ vesturströndina - og litlu minna frost teygir sig langleiđina suđur ađ Scoresbysundi austan viđ. Mikill vindstrengur er í Grćnlandssundi ţar sem kalda loftiđ leitar suđvestur um - hugsanlegt er ađ viđ fáum eitthvađ ađ sjá af ţví hér á landi á fimmtudag eđa föstudag - .

Kalt loft streymir líka til suđurs vestan Grćnlands - en er í raun furđuhlýtt viđ töluna 4. Ţar er frostiđ í 850 hPa ekki nema rúm -10 stig. Ţađ verđur ađ teljast hlý norđvestanátt á ţeim slóđum. - Og viđ sjáum ađ yfir Labrador er frostiđ ekki nema -5 til -10 stig í 850 hPa (viđ töluna 5). - Enda er ţađ 10 til 12 stigum ofan međallags árstímans. 

Viđ erum ađ horfa á mjög stór jákvćđ vik bćđi í austri og vestri - ţótt hiti ţar sé ólíkur. 

Miđađ viđ ţessi stóru vik - og svo kuldann norđurundan fer furđuvel međ veđur hér á landi. - Vonandi ađ ţađ endist sem lengst - svona í ađalatriđum ađ minnsta kosti. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.10.): 7
 • Sl. sólarhring: 163
 • Sl. viku: 1521
 • Frá upphafi: 1842545

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 1349
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband