Fer furðuvel með

Furðuvel fer með veður þessa dagana þó hitasveiflur séu nokkrar. Við lítum á sjávarmálsþrýstispákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á miðvikudag 25. janúar.

w-blogg240117a

Mikið lægðasvæði er fyrir suðvestan land - eins og í dag (mánudag). Þetta lægðasvæði grynnist og þokast til norðausturs næstu daga (sé að marka spár). Dregur úr aðstreymi lofts úr suðri og það kólnar. 

Nokkrar tölur hafa verið settar inn á kortið - svona til áherslu. Talan 1 er í gríðarmikilli sunnanátt yfir Bretlandseyjum vestanverðum og liggur langt norður um Noreg. - Tíudagaspáin segir hita verða 5 til 8 stig ofan meðallags á þessum slóðum. 

Enn er frekar kalt við Miðjarðarhaf (talan 2) - þó ekki alveg eins og á dögunum - og á hiti þar smám saman að nálgast meðallag - þó spár séu nú ekki alveg sammála þar um - .

Mikill kuldi er báðum megin Grænlands (3) - við sjáum -30 stiga jafnhitalínu 850 hPa-flatarins við Diskóflóa við vesturströndina - og litlu minna frost teygir sig langleiðina suður að Scoresbysundi austan við. Mikill vindstrengur er í Grænlandssundi þar sem kalda loftið leitar suðvestur um - hugsanlegt er að við fáum eitthvað að sjá af því hér á landi á fimmtudag eða föstudag - .

Kalt loft streymir líka til suðurs vestan Grænlands - en er í raun furðuhlýtt við töluna 4. Þar er frostið í 850 hPa ekki nema rúm -10 stig. Það verður að teljast hlý norðvestanátt á þeim slóðum. - Og við sjáum að yfir Labrador er frostið ekki nema -5 til -10 stig í 850 hPa (við töluna 5). - Enda er það 10 til 12 stigum ofan meðallags árstímans. 

Við erum að horfa á mjög stór jákvæð vik bæði í austri og vestri - þótt hiti þar sé ólíkur. 

Miðað við þessi stóru vik - og svo kuldann norðurundan fer furðuvel með veður hér á landi. - Vonandi að það endist sem lengst - svona í aðalatriðum að minnsta kosti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband