2.1.2017 | 17:55
Glitskýjadagur
Í dag (2. janúar) sást mikið af glitskýjum yfir landinu norðan- og austanverðu - enda skilyrði bæði til myndunar þeirra og skoðunar góð. Glitský myndast í 12 til 30 km hæð og þarf frost að vera meira en -70 stig og helst nokkru meira eigi þau að verða áberandi. Áberandi verða þau sömuleiðis ekki nema að flotbylgjuhreyfing sé á loftinu - vindur hvass og vindátt helst svipuð frá jörðu og upp í þá hæð sem þau myndast í. Í raun eru skýin afskaplega efnislítil og sjást því ekki nema eftir sólarlag á jörðu niðri - sól skín þá enn á og undir þau.
Kortið sýnir hæð 30 hPa-flatarins í dag, auk vinds og hita í honum. Hiti er sýndur í lit (kvarðinn skýrist sé kortið stækkað). Vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum. Það er 23 km jafnhæðarlínan sem liggur yfir þvert landið. Við getum séð nokkurn óróa í hitanum - og þeir sem rýna í tölur munu sjá -85 stig í fjólubláum bletti yfir Austurlandi - þar er greinilega mikið uppstreymi - hlýrri blettir sýna niðurstreymi. Við sjáum líka að bylgjur eru í jafnhæðarlínunum. - Vestanáttin við jörð sér svo um að halda neðri skýjalögum í skefjum.
Nú vitum við ekki hvort skýin í dag voru í þessari hæð - eða kannski fleiri.
Hér erum við komin niður í 100 hPa (tæplega 16 km hæð. Frostið er um -70 stig þar sem mest er - en við sjáum líka bylgjur - bæði í jafnhæðarlínum og litum. Trúlega eru skýin ofar en þetta - hér er varla nægilega kalt - en munum þó að líkanið ræður ekki við einstakar háreistar bylgjur þar sem kaldara gæti verið í toppum.
Hryggur af hlýju lofti í veðrahvolfinu á okkar slóðum lyftir öllu heiðhvolfinu og þar kólnar og ýtir það undir bæði bylgjugang og skýjamyndun. Glitský eru algengust hér á landi við þessi skilyrði. Þau sjást mun oftar á Norður- og Austurlandi heldur en sunnanlands vegna þess að hlýir hryggir af þessu tagi ryðjast oftast úr suðri hingað norður. Þá er oftast lágskýjað sunnanlands. Stöku sinnum ber þó svo við að aðrar vindáttir komi við sögu og þá von á glitskýjum syðra líka.
Fyrir kemur (ekki þó oft) að glitskýja verður vart án mikilla vinda - en það er önnur saga (sem ritstjóri hungurdiska hefur reyndar sagt einhvern tíma áður).
Næstu daga er áfram spáð bylgjugangi og miklu frosti í heiðhvolfinu og góð von til þess að meira sjáist af skýjum þessum - miðvikudagur og fimmtudagur þó líklegri en morgundagurinn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 7.1.2017 kl. 00:56 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 158
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 1123
- Frá upphafi: 2421007
Annað
- Innlit í dag: 139
- Innlit sl. viku: 988
- Gestir í dag: 132
- IP-tölur í dag: 131
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.