Af desember 2016

Nýliđinn desember varđ á međal ţeirra hlýjustu - röđunaruppgjör Veđurstofunnar ćtti ađ sýna sig síđar í vikunni. Hér lítum viđ á mánuđinn á fáeinum kortum evrópureiknimiđstöđvarinnar (í gerđ Bolla Pálmasonar).

w-blogg010117va

Hér má sjá vik frá međalhita sjávaryfirborđs 1981-2010. Kaldi bletturinn suđvesturundan er orđinn heldur veikburđa, ađeins lítiđ svćđi ţar sem vikiđ er meira en -1,0 stig. Annars er sjávarhiti ofan međallags viđ allt Norđur-Atlantshaf og sérstaklega fyrir norđan land og norđur til Svalbarđa. Viđ vitum hins vegar ekki hversu djúpstćđ ţessi vik eru, hlý eđa köld. 

w-blogg010117vb

Litir sýna hitavik í 850 hPa-fletinum, í um 1500 metra hćđ yfir sjávarmáli. Mjög hlýtt hefur veriđ í sunnanáttinni á austanverđu svćđinu - en kalt í norđanáttinni vesturundan. 

w-blogg010117vc

Síđasta mynd dagsins sýnir sunnanvikin vel. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en hćđarvik eru sýnd í lit. Ráđa má styrk „aukasunnanáttarinnar“ á svćđinu af stćrđ vikanna. Reynist ţetta vera međ mestu sunnanáttardesembermánuđum sem viđ vitum um - ţó ekki sá mesti. 

Međ samanburđi getum viđ giskađ á ađ hár hiti hér á landi hafi í ţessu tilviki ráđist af óvenjueindregnum sunnanáttum - en ţegar komiđ er norđur til Svalbarđa skipti sjávarhiti jafnvel meira máli.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Trausti og gleđilegt ár.Nćst síđast liđiđ ár var kaldur flekkur af sjó suđ suđ austur af landinu.Ég hef hvergi séđ minnst á ţennan kulda poll síđustu marga mánuđi.Er hann alveg horfin?

Bestu kveđjur og ţakkir fyrir ţitt blogg. Jónas Sigurđarson Lundarbrekku

Jónas Sigurđarson (IP-tala skráđ) 2.1.2017 kl. 10:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband