Jóla(vinda)kort

Hér lítum viđ á vindaspá harmonie-líkans Veđurstofunnar um jólin. Ađ vísu er hér spáđ um vind í 100 metra hćđ yfir jörđu - en ţar er hann ađ jafnađi öllu meiri en viđ fáum ađ reyna á eigin skinni - vinsamlegast hafiđ ţađ í huga ţegar ţiđ rýniđ í kortin - sem skýrast séu ţau stćkkuđ - má jafnvel fara á smáfyllerí í smáatriđunum. 

w-blogg241216a

Fyrsta kortiđ gildir nú kl.18 í kvöld (ađfangadag jóla). Skil á milli vestlćgra og norđlćgra átta sjást sérlega vel umhverfis landiđ - litir sýna vindhrađa, en örvar stefnu. Norđanloftiđ er reyndar mestallt af austrćnum uppruna - nema hvađ mjög snarpur norđaustanstrengur liggur undan strönd Grćnlands vestur af Vestfjörđum. Landiđ dregur mjög úr vindi og ruglar áttum. 

Síđan er snörp lćgđ vćntanleg úr suđvestri (rétt sést í vind hennar neđst á kortinu). Á morgun (jóladag) hreyfist hún hratt til norđausturs fyrir suđvestan land og síđdegis verđur hún komin austur fyrir. 

w-blogg241216b

Kortiđ gildir kl. 18 á jóladag. Norđaustanáttin undan Vestfjörđum hefur breytt úr sér í átt til landsins. Hér má sérstaklega taka eftir nokkuđ snörpum vestanvindstreng sem liggur ískyggilega nćrri suđvesturhorni landsins - ţar er leiđindahríđ og ef hann nćr inn á land veldur hann blindu á vegum á ţeim slóđum. 

En ţeir sem eru á ferđ á jóladag ćttu ađ fylgjast vel međ veđurathugunum og veđurspám.

Kortiđ á annan jóladag er svo aftur međ öđrum svip.

w-blogg241216c

Lćgđin djúpa farin hjá og nýrrar lćgđar fariđ ađ gćta međ vaxandi suđaustanátt suđvestanlands. Ţetta kort gildir líka kl. 18. Enn ţurfa ferđamenn ađ gefa veđurspám gaum. 

Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum og landsmönnum öllum gleđilegra jóla. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rifjast upp löngu liđiđ bank í barómetiđ,ţegar mér var nákvćmlega sama hvernig stađan var. En nú skal halda til Ţorlákshafnar á morgun og eins gott ađ nýta sér nýustutćkni á netinu.

Gleđleg jól Trausti!

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2016 kl. 03:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 34
 • Sl. sólarhring: 725
 • Sl. viku: 1839
 • Frá upphafi: 1843398

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 1614
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband