Hinn dćmigerđi útsynningur

Ţegar ţetta er ritađ (miđvikudag 28. desember 2016) gengur dćmigerđur vetrarútsynningur yfir landiđ. Rétt ađ nota tćkifćriđ til ađ fjalla lítillega um hann.

Ţó útsynningur sé í grunninn annađ nafn á suđvestanátt (enn notađ í Fćreyjum) ber merking orđsins í sér ađra vídd, lýsir líka veđri og er ekki hvađa suđvestanátt sem er. Ţessari ákveđnu tegund fylgja nefnilega él (eđa skúrir) - oft hagl. Mikill munur er á vindi í éljunum og á milli ţeirra. Élin, sem koma úr háreistum éljaklökkum eru misţétt og sé snjór á jörđu og vindur mjög hvass virđast ţau jafnvel renna saman í samfellt kóf og fćrđ spillist mjög. Oft fylgja ţrumur (skruggur) og eldingar. 

Ţegar útsynningshugtakiđ er notađ sem lýsing á veđri fremur en átt eru menn kannski ekki allt of stífir á ţví ađ áttin skuli vera úr suđvestri - hún getur líka veriđ úr vestri eđa jafnvel suđri - fylgi éljagangur eđa ákafar skúrir eins og nefnt var. Á Suđurlandi er heyrist stöku sinnum talađ um „öfugan útsynning“ og er ţá vísađ til útsynningsveđurlags - en suđaustanáttar. 

Viđ skulum nú líta á nokkur veđurkort dagsins í dag - til ađ ná áttum. Ţau eru úr safni evrópureiknimiđstöđvarinnar (Bolli Pálmason hannađi útlit) og gilda öll kl. 6 í morgun (miđvikudag 28. desember). 

Slide1

Illviđriđ frá í gćr er komiđ langt norđur í haf, en köld lćgđ situr eftir á Grćnlandshafi og stýrir til okkar suđvestanátt og éljagangi. Ný lćgđ er viđ Nýfundnaland á leiđ til okkar og veldur slagviđri á morgun (fimmtudag 29. desember). 

Slide2

Hér má sjá hćđ 500 hPa flatarins (jafnhćđarlínur heildregnar) og ţykktina (litir) á sama tíma. Viđ sjáum hér ađ kalda loftiđ á uppruna sinn vestur í Kanada - eins og reglan er í útsynningi. Ţar má kenna kuldapollinn mikla sem viđ höfum kallađ „Stóra-Bola“. 

Hér skulum viđ taka sérstaklega eftir ţví ađ vestan viđ land er „ţykktarflatneskja“, langt á milli jafnţykktarlína - ţykktin er á milli 5100 og 5160 metrar á stóru svćđi. Aftur á móti eru á sama svćđi fimm jafnhćđarlínur - nokkuđ ţéttar. Ţetta ţýđir ađ háloftavindurinn slćr sér langleiđina til jarđar. Vćru jafnţykktarlínurnar jafnmargar jafnhćđarlínunum og nokkurn veginn samsíđa ţeim gćtti strengsins ekki viđ jörđ. 

Slide3

Nćsta kort sýnir ţykktina (heildregnar línur) og einnig hita í 850 hPa, hann er sýndur í lit. Viđ sjáum ţykktarflatneskjuna viđ Vesturland vel. Átta til tíu stiga frost er í 850 hPa-fletinum. Ţađ er ekki sérlega mikiđ en nógu kalt til ţess ađ loftiđ verđur óstöđugt yfir hlýjum sjónum. Sjórinn hitar loftiđ (hćkkar ţykktina) um 20 metra (1 stig) á hverjum 6 klukkustundum (ef trúa má reikningum reiknimiđstöđvarinnar). 

Slide4

Hér má sjá skynvarmaflćđi milli lofts og yfirborđs lands eđa sjávar. Rauđi liturinn sýnir hvar loftiđ grćđir varma - ţađ er ţar sem kalt loft blćs yfir hlýjan sjó. Hlýindin sem gengu yfir í gćr eru hér fyrir austan land - ţar er loft hlýrra en sjórinn.

Heildregnar línur sýna hitamun sjávaryfirborđs og lofts í 925 hPa-fletinum (í um 600 metra hćđ yfir sjó). Á Grćnlandshafi er hann um 10 til 12 stig. Kyndingin gerir loft í neđstu lögum mjög óstöđugt - og ţegar greiđ leiđ er upp til veđrahvarfa myndast bólstrar og síđan miklir élja- eđa skúraklakkar - einkennisský útsynningsins. 

Slide5

En vestanloftiđ er komiđ frá meginlandinu mikla, Norđur-Ameríku, og er viđ upphaf ferđar sinnar fremur ţurrt og ýtir undir uppgufun á leiđ sinni. Viđ ţađ tapar sjávaryfirborđiđ líka varma - sá varmi nýtist ekki til hitunar heldur geymist í vatnsgufu loftsins - kallast dulvarmi. Ţegar loftiđ rís í klökkunum ţéttist rakinn aftur og vermir (dulvarminn losnar sem sagt er) - en í ţetta sinn efri lög veđrahvolfsins. - Úrkoman fellur svo til jarđar - sumt gufar aftur upp á leiđinni - og kćlir loftiđ aftur. Ţetta ferli hefur flókin áhrif á stöđugleikann í éljagangi - getur bćđi aukiđ hann eđa bćlt eftir ađstćđum. 

Slide6

Evrópureiknimiđstöđin sýnir okkur einnig ţađ sem ţeir kalla ţykkt jađarlagsins - ekki endilega nákvćmt metiđ - en gagnlegt samt. Í jađarlaginu er milliliđalaust samband lóđrétt - ţví ofar sem ţessi beinu tengsli ná ţví líklegra er ađ klakkaský séu til stađar - sé loft á annađ borđ nćgilega rakt. - Kortiđ sýnir vel hvar klakkauppstreymiđ er ákafast - ţar ríkja rauđir litir á kortinu. - Viđ sáum hins vegar á skynvarmakortinu hvernig landiđ kćlir loftiđ (ţađ var grćnt) og bćlir allt uppstreymi. - Éljaklakkar sem ganga inn yfir land ađ vetrarlagi eru ţví annađ hvort leifar af ţeim sem myndast yfir sjó - eđa ţá ađ lóđrétt streymi viđ fjöll hefur gangsett ţá (ekki upphitun yfirborđs eins og yfir sjónum). Éljagangur í útsynningi nćr sjaldan til Austurlands - ţó vindurinn geri ţađ.

Útsynningur međ éljum eđa skúrum verđur ţví ekki til nema kalt loft streymi frá Kanada út yfir hlýrri sjó og alla leiđ til Íslands - ţađ verđur ađ gerast sćmilega greiđlega ţví sjórinn jafnar fljótt hitamuninn og ţá dregur úr klakkamyndun. - Ađ sumarlagi er meginlandiđ hlýrra en sjórinn - útsynningsklakkar myndast ţá mun síđur, auk ţess sem vindar eru ađ jafnađi hćgari og loftiđ of lengi á leiđinni ţó kalt sé í upphafi. Vandi er ţá ađ ná lofti úr vestri til landsins sem getur búiđ til ţann hitamun lofts og sjávar sem ţarf til ađ mynda éljaklakka sem ná til veđrahvarfa. - Ţađ kemur ţó fyrir - ritstjóri hungurdiska man eftir ekta útsynningi í júnílok og einnig um miđjan ágúst og sjálfsagt mćtti finna dćmi í júlí. 

Árstíđasveifla útsynningstíđni er ţví mikil. Í veđuryfirliti fyrir febrúar áriđ 1907 segir Jónas Jónassen landlćknir: „Eins og vant er í febr. hefur suđvestanvindur (útsuđur) veriđ langoptast, međ svörtum éljum í milli;“

Ţegar hér var komiđ sögu hafđi Jónas fylgst međ veđri í 40 til 50 ár. Viđ skulum reyna ađ athuga hvort stađfesta megi tilfinningu hans fyrir febrúarmánuđi. Í ţví skyni teljum viđ éljaklakkaathuganir í Reykjavík 1949 til 2016 - ţá daga sem suđvestan- og vestanátt er ríkjandi á landinu öllu - og búum til mćlitölu (leiđrétt er fyrir misjafnri lengd mánađa). Viđ skulum ekki velta vöngum yfir tölugildunum sjálfum - en ţau ćttu samt ađ segja eitthvađ til um hlutfallslega tíđni útsynnings áriđ um kring.

Útsynningsmćlir - árstíđasveifla

Hér er gefiđ til kynna ađ útsynningur sé hátt í 30 sinnum algengari í febrúar heldur en í júlí - skyldi ţađ vera rétt? Vetrarmánuđirnir fjórir eru ámóta - en febrúar gerir sjónarmun betur en hinir ţrír - var ţađ ekki ţađ sem Jónas gaf til kynna? - Tíđnin vex jafnt og ţétt ţegar á haustiđ líđur - en á vorin er skoriđ skyndilega á. 

Útsynningsmćlir

Annars hefur veriđ „skortur“ á útsynningi á síđari árum. Myndin hér ađ ofan virđist stađfesta ţessa tilfinningu. Nokkuđ sló á útsynning á hafísárunum svonefndu og ţar um kring - og ţegar hlýnađi upp úr 1995 fór líka ađ draga úr tíđni hans - sérstaklega síđustu tíu árin (ađ undanteknu árinu 2011). Viđ ćttum ţó ađ fara varlega í ađ tengja ţetta hnattrćnum veđurfarsbreytingum af mannavöldum. - Líklegt er ađ útsynningurinn snúi aftur hvađ sem ţeim líđur. 

Í gömlum hungurdiskapistlum má finna meira um útsynning og tíđni hans. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 419
 • Sl. sólarhring: 621
 • Sl. viku: 2512
 • Frá upphafi: 2348379

Annađ

 • Innlit í dag: 373
 • Innlit sl. viku: 2206
 • Gestir í dag: 361
 • IP-tölur í dag: 342

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband