Jóla(vinda)kort

Hér lítum við á vindaspá harmonie-líkans Veðurstofunnar um jólin. Að vísu er hér spáð um vind í 100 metra hæð yfir jörðu - en þar er hann að jafnaði öllu meiri en við fáum að reyna á eigin skinni - vinsamlegast hafið það í huga þegar þið rýnið í kortin - sem skýrast séu þau stækkuð - má jafnvel fara á smáfyllerí í smáatriðunum. 

w-blogg241216a

Fyrsta kortið gildir nú kl.18 í kvöld (aðfangadag jóla). Skil á milli vestlægra og norðlægra átta sjást sérlega vel umhverfis landið - litir sýna vindhraða, en örvar stefnu. Norðanloftið er reyndar mestallt af austrænum uppruna - nema hvað mjög snarpur norðaustanstrengur liggur undan strönd Grænlands vestur af Vestfjörðum. Landið dregur mjög úr vindi og ruglar áttum. 

Síðan er snörp lægð væntanleg úr suðvestri (rétt sést í vind hennar neðst á kortinu). Á morgun (jóladag) hreyfist hún hratt til norðausturs fyrir suðvestan land og síðdegis verður hún komin austur fyrir. 

w-blogg241216b

Kortið gildir kl. 18 á jóladag. Norðaustanáttin undan Vestfjörðum hefur breytt úr sér í átt til landsins. Hér má sérstaklega taka eftir nokkuð snörpum vestanvindstreng sem liggur ískyggilega nærri suðvesturhorni landsins - þar er leiðindahríð og ef hann nær inn á land veldur hann blindu á vegum á þeim slóðum. 

En þeir sem eru á ferð á jóladag ættu að fylgjast vel með veðurathugunum og veðurspám.

Kortið á annan jóladag er svo aftur með öðrum svip.

w-blogg241216c

Lægðin djúpa farin hjá og nýrrar lægðar farið að gæta með vaxandi suðaustanátt suðvestanlands. Þetta kort gildir líka kl. 18. Enn þurfa ferðamenn að gefa veðurspám gaum. 

Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rifjast upp löngu liðið bank í barómetið,þegar mér var nákvæmlega sama hvernig staðan var. En nú skal halda til Þorlákshafnar á morgun og eins gott að nýta sér nýustutækni á netinu.

Gleðleg jól Trausti!

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2016 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband