17.12.2016 | 14:42
Hlýindin - hvar endar árið á topplistunum hér á landi?
Þegar þetta er skrifað (17. desember) eru tvær vikur til áramóta. Enn er staðan þannig að árið 2016 á fræðilegan möguleika á að verða það hlýjasta sem um er vitað víða á landinu. Miðað við það hvernig spár standa verður þó að teljast fremur ólíklegt að þannig fari.
Það verður bara að segja eins og er að þetta var heldur ólíkleg staða um mitt ár. Ritstjóri hungurdiska skrifaði pistil þann 2. júlí í sumar og fékk þá út að líklegur ársmeðalhiti 2016 í Reykjavík væri um 5,1 stig - og árið þar með í kringum 28. sætið á hlýindalistanum. Þess í stað eru nú 6,0 stig rétt svo möguleg - og eitt toppsætanna. Síðari hluti ársins hefur nefnilega staðið sig hreint fádæma vel.
Lítum á stöðuna á nokkrum veðurstöðvum. Við skulum hafa í huga að 2. aukastafur meðaltalanna er nánast marklaus - og hér hafður með aðeins vegna skemmtanagildis hans.
Fyrst er það Reykjavíkurtaflan:
Reykjavík | |||
röð | ár | meðalh | 2016??? |
1 | 2003 | 6,06 | |
2 | 2014 | 5,99 | 6,0 |
3 | 1941 | 5,91 | |
4 | 1939 | 5,90 | |
4 | 2010 | 5,90 | |
6 | 1945 | 5,69 | |
7 | 1933 | 5,66 | |
8 | 1964 | 5,64 | |
9 | 1960 | 5,63 | |
10 | 1946 | 5,62 | |
11 | 2004 | 5,60 | |
145 | 1886 | 2,44 |
Þar er 2003 á toppnum - og verður það væntanlega áfram. Hliðardálkurinn sýnir líklega lokaniðurstöðu ársins 2016 - notast er við mælingar til dagsins í dag - og svo spár evrópureiknimiðstöðvarinnar til um hita til áramóta. Ef hitinn verður í reynd hærri en sú spá segir til um er ekki langt upp í 6,1 stigin 2003. Árið 2014 er það næsthlýjasta sem vitað er um í Reykjavík - sáralitlu munaði á því ári og 2003 - en munurinn samt marktækur (á einhvern hátt).
Sama má segja með hitann 2010, það ár var ekki alveg jafnhlýtt og 2003 og 2014. Aftur á móti er meiri óvissa gagnvart hitanum 1939 og 1941. Að baki þeirra talna er leiðrétting vegna flutnings stöðvarinnar. Stöðin var þá á þaki Landsímahússins við Austurvöll (mjög óheppilegur staður), en er nú á túni Veðurstofunnar. Flutningsstuðlar eru alls ekki nákvæmir upp á 0,1 stig. Árin þau gætu því í reynd hafa verið alveg jafnhlý og tuttugustuogfyrstualdarárin - nú eða sjónarmun kaldari. Ekki er ótrúlegt að þessar eldri tölur hrökkvi eitthvað til við síðari endurskoðanir. - En þetta segir dómnefndin nú.
Til gamans má líka sjá neðsta ár listans, það kaldasta, 1886, en þá var meðalhiti í Reykjavík aðeins 2,4 stig.
Næsta stöð er Stykkishólmur.
Stykkishólmur | |||
röð | ár | meðalh | |
1 | 2003 | 5,41 | 5,5 |
2 | 2010 | 5,35 | |
3 | 2014 | 5,33 | |
4 | 1941 | 5,17 | |
5 | 1933 | 5,11 | |
6 | 1939 | 5,09 | |
7 | 1946 | 5,06 | |
8 | 2012 | 4,96 | |
9 | 2004 | 4,94 | |
10 | 1945 | 4,92 | |
170 | 1859 | 0,94 |
Hér er aðeins meiri möguleiki á meti heldur en í Reykjavík - og talsvert bil er á milli áranna á þessari öld og fyrri hlýindaára. Kannski hefur eitthvað gerst á stöðinni? Það kemur í ljós síðar hvort svo er.
Akureyri | |||
röð | ár | meðalh | |
1 | 1933 | 5,56 | |
2 | 2014 | 5,32 | |
3 | 2003 | 5,10 | |
4 | 1939 | 4,94 | 4,9 |
5 | 2004 | 4,83 | |
6 | 1945 | 4,81 | |
7 | 1941 | 4,79 | |
8 | 1946 | 4,74 | |
9 | 1953 | 4,69 | |
10 | 1987 | 4,63 | |
11 | 2006 | 4,60 | |
12 | 1972 | 4,56 | |
134 | 1892 | 0,15 |
Óhætt mun að afskrifa toppsæti á Akureyri - meiri spurning um að lenda í einu af fimm efstu. Frekar svalt (miðað við síðari ár) var á Akureyri fram eftir árinu 2016 - og greinilegur munur verður á 2016 og því í hitteðfyrra, 2014. Árið 1933 situr öruggt á toppnum - en smágallar í mælingum á Akureyri það ár spilla þó aðeins fagurri ásýnd þess. Ekki hafa þessar bilanir þó verið taldar nægileg ástæða til lækkunar ársmeðaltalsins.
Teigarhorn | |||
röð | ár | meðalh | |
1 | 2014 | 5,75 | |
2 | 2003 | 5,22 | 5,3 |
3 | 1972 | 5,11 | |
4 | 1946 | 5,03 | |
4 | 1960 | 5,03 | |
6 | 2006 | 4,98 | |
7 | 1953 | 4,97 | |
8 | 2004 | 4,91 | |
9 | 1933 | 4,90 | |
9 | 1945 | 4,90 | |
11 | 2009 | 4,87 | |
11 | 2011 | 4,87 | |
142 | 1881 | 0,82 | |
142 | 1892 | 0,82 |
Sama er á Teigarhorni og á Akureyri - enginn möguleiki á toppsætinu, svo glæsilegt er 2014, en spurning um 2, til 4. sæti.
röð | ár | meðalh | |
1 | 1941 | 6,26 | |
2 | 2014 | 6,24 | |
3 | 2003 | 6,23 | |
4 | 1946 | 6,17 | |
4 | 2010 | 6,17 | |
6 | 1939 | 6,08 | |
7 | 1933 | 6,07 | |
7 | 1960 | 6,07 | |
9 | 1945 | 6,04 | |
10 | 2009 | 6,02 | |
11 | 2004 | 6,00 | 6,0 |
139 | 1892 | 3,27 |
Á Stórhöfða á hitinn enn lengra í met - á listanum - en munur á 1. og 10. sæti er hins vegar lítill. Varla er marktækur munur á 11. og 6. sæti. - En sumarið 2016 var tiltölulega slakara í Vestmannaeyjum (hvað hita varðar) en víðast annars staðar á landinu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 83
- Sl. sólarhring: 118
- Sl. viku: 2348
- Frá upphafi: 1856938
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 1934
- Gestir í dag: 69
- IP-tölur í dag: 65
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.