8.11.2016 | 00:51
Nóvemberhámörk - nokkrir nördamolar
Hlýtt hefur verið á landinu í dag (mánudag 7. nóvember) - en ekki samt nálægt mánaðarhitametum nema á nýlegum stöðvum. Hæsti hiti dagsins á landinu mældist 17,9 stig, á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði.
Hiti hefur hæst komist í 23,2 stig hér á landi í nóvember. Það var þann 11. árið 1999 að sá ótrúlegi árangur náðist á sjálfvirku stöðinni á Dalatanga - mannaða stöðin mældi þá 22,6 stig. Í sömu hitabylgju fór hámarkið einnig yfir 20 stig á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað - á síðarnefnda staðnum bæði á sjálfvirku og mönnuðu stöðinni. Rúmri viku síðar, þann 19. nóvember 1999 fór hiti aftur í 20 stig á Seyðisfirði og þá einnig á Sauðanesvita vestan Siglufjarðar.
Þessi tilvik 1999 voru þau fyrstu opinberlega skráðu með meira en 20 stiga hita í nóvember á Íslandi. Síðan hefur tvö tilvik bæst við, á báðum stöðvum á Skjaldþingsstöðum þann 8. nóvember 2011 og á Dalatanga 26. nóvember 2013. Um nákvæmlega þetta hafa hungurdiskar fjallað áður, bæði 2011 og 2013 - flett-flett.
En - svo er það nokkuð umtalað tilvik frá Kvískerjum í Öræfum frá 1971 - fréttin er úr Þjóðviljanum þann 25. en birtist einnig í öðrum blöðum:
Textinn verður læsilegri sé myndin stækkuð. Þeir sem nenna að fletta listanum í viðhenginu komast að því að fáeinar stöðvar eiga sitt nóvemberhitamet þennan dag - 24. 1971 - og japanska endurgreiningin segir þykktina hafa verið í hæstu hæðum - meir en 5580 m yfir landinu suðaustanverðu.
Já, það hefði verið athyglisvert að hafa sjálfvirku stöðvarnar sem nú eru í Kvískerjum í nóvember 1971.
Í viðhenginu er eins og áður sagði nóvemberstöðvametalisti (ekki alveg skotheldur kannski) og einnig má finna þar stöðuna á frostleysulista haustsins - enn er slatti af stöðvum frostlaus fram til þessa í haust.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 34
- Sl. sólarhring: 288
- Sl. viku: 2413
- Frá upphafi: 2434855
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 2140
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
"ótrúlegur árangur" segir Trausti og lýsir veðurfarinu eins og keppni þar sem metin eru slegin í sífellu!
Það er þó spurning hver það sé sem nær þessu ótrúlega árangri. Veðurguðirnir (þ.e. hitaguðinn), Veðurstofan (sem hefur tæki til að mæla þetta) eða pistlahöfundurinn sjálfur (sem skráði þetta)?
Ég hallast reyndar að þeim fyrstnefnda.
En það eru fleiri en hitaguðinn sem ná ótrúlegum árangri. "Ákefðar"guðinn virðist einnig hafa tekist það sem og stormguðinn. Akefðin í úrkomunni var aðdáunarverð en hún var um 12 mm á þremur tímum hér í nágrenni borgarinnar. Stormi gamli lét heldur ekki sitt eftir liggja enda er þetta áttundi dagurinn nú í haust sem meðalvindhraðinn fer yfir 20 m/s.
Þetta verður að teljast ótrúlegur árangur á öllum sviðum!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 8.11.2016 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.