5.11.2016 | 01:02
Fréttabrot úr heiðhvolfinu
Heiðhvolfið hefur verið talsvert í tísku síðustu árin - það jafnvel svo að á það er minnst í almennum fréttum. Öldruðum og útbrunnum veðurspámönnum eins og ritstjóra hungurdiska finnst fréttaflutningur þessi stundum dálítið óþægilegur og setur að honum ákveðinn hroll eða jafnvel heimsbeyg (hvað sem það er nú). Alla vega finnur ritstjórinn einhvern sálrænan undirtón í heiðhvolfsfréttaflutningi undanfarinna missera - og er svo einnig í haust. - En ræðum það ekki frekar - lítum frekar til himins - upp í rúmlega 23 km hæð.
Hér má sjá hæð 30 hPa-flatarins yfir norðurhveli á hádegi í dag (4. nóvember - greining bandarísku veðurstofunnar). Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en hiti er sýndur með litum, litakvarðinn verður skýrari sé myndin stækkuð. Á dökkbláa svæðinu er hiti á bilinu -74 til -78 stig, en -42 til -46 stig þar sem gulbrúni liturinn er dekkstur.
Það sem hefur verið í fréttum er að lægðasvæðið er tvískipt - það mun ekki vera algengt á þessum tíma árs. Þeir sem æstastir eru segja þetta auka líkur á fimbulvetri í Evrópu og/eða Norður-Ameríku - stöku almennur fréttamiðill hefur gripið þessar spár og birt - úr samhengi.
Ritstjóri hungurdiska hefur auðvitað ekki græna glóru um það hvernig veturinn verður, hvorki hér eða þar og má vel vera að vangaveltur þessar standist (með heppnina að vopni) - en honum finnst svona rétt fullsnemmt að draga ályktanir af lögun lægðarinnar nú í byrjun nóvember - hún er nefnilega rétt svo að byrja að taka við sér.
Það er einkum tvennt sem ræður hitafari í þeirri hæð heiðhvolfsins sem kortið sýnir. Í fyrsta lagi geislunarbúskapur - inngeislun sólar og varmaútgeislun lofthjúpsins takast á - og í öðru lagi lóðréttar hreyfingar lofts. - Svo getur blöndun stundum haft áhrif ef stórar bylgjur brotna.
Sólarljósið skín að mestu óhindrað í gegnum loftið í þessari hæð (sé þar ekki mikið ryk) - nema hvað það býr til dálítið af ósoni - sem svo getur drukkið geisla í sig og hitnað - og það hitað svo afgang þess lofts sem er á sveimi.
Hitafarið á kortinu endurspeglar mjög dreifingu ósons - það er mest af því þar sem hlýjast er (yfir Austur-Asíu) - magnið þar er um 400 Dobsoneiningar. Þarna er loftið hvað móttækilegast fyrir stuttbylgjugeislanámi. Á kalda svæðinu nærri okkur er magnið hins vegar helmingi minna, um 200 Dobsoneiningar þar sem minnst er. Þar hefur útgeislun vinninginn þessa dagana.
Sólarljósið er auðvitað að búa til óson allan hringinn - álíka mikið allstaðar þar sem þess nýtur á annað borð. En það er nú meira yfir Austur-Asíu vegna þess að þar er dálítið niðurstreymi - sækir óson að ofan - ósonlagið er þéttast ofar en sá flötur sem við hér sjáum. Niðurstreymið bætir líka í hitann - við sjáum því samanlögð áhrif þess og meira ósonmagns.
Á kalda svæðinu er hins vegar lítilsháttar uppstreymi - loftið kólnar vegna þess - en uppstreymið kemur líka úr ósonrýrara umhverfi og styður þannig við kuldann.
Við norðurskautið er sólin þegar sest - heimskautanóttin hafin. Þangað berst eftir atvikum hlýrra eða kaldara loft á víxl - en í sólarleysinu fer nú að kólna mjög hratt - geislanám ósonsins hættir auðvitað þegar ekkert er sólarljósið. Varmageislun að neðan tefur eitthvað fyrir - en niðurstaðan er samt sú að kuldinn tekur völdin.
Þá verður til mikil lægð - sem oft hefur komið við sögu í pistlum hungurdiska - og mikil vindröst - skammdegis(heiðhvolfs-)röstin. Hún er varla orðin til á kortinu hér að ofan - við skulum bíða í tvær til þrjár vikur og sjá svo til hvað gerist.
En það er mjög algengt að hlýrra sé í heiðhvolfinu hinumegin á norðurhveli heldur en á okkar hlið - ástæðan er sú að þar eru vetrarvindrastir veðrahvolfsins - heimskautaröstin og hvarfbaugsröstin - öflugri og meira samstíga heldur en á okkar hlið. Þær beinlínis draga loft niður á norðurvæng sínum - vekja niðurstreymið sem holdgerist í hærri hita í 30 hPa-fletinum handan skauts frá okkur séð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 161
- Sl. sólarhring: 385
- Sl. viku: 2540
- Frá upphafi: 2434982
Annað
- Innlit í dag: 141
- Innlit sl. viku: 2251
- Gestir í dag: 135
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.