3.11.2016 | 22:10
Um vindhraða í nýliðnum október
Nokkuð hefur verið spurt um vind(hraða) í október, hvort hann hafi verið óvenjumikil. Hér verður aðeins fjallað um það mál. - Svarið við spurningunni er ekki alveg einhlítt. Lítum fyrst á meðalvindhraða í byggðum landsins.
Gráu súlurnar sýna meðalvindhraða á mönnuðum stöðvum, rauði ferillinn meðalvindhraða sjálfvirkra stöðva og sá græni meðalvindhraða á stöðvum vegagerðarinnar. Upplýsingarnar ná allt aftur til 1924 - en ýmis vandamál eru á ferð. Fyrir 1949 voru meðaltöl aðeins birt í vindstigum, en síðar var farið að nota hnúta. Við getum reiknað með því að þarna sé ósamfella í röðinni - gæti verið stór en er ekki þó sérlega æpandi hér.
Vindhraðamælar voru lengi vel afskaplega fáir, fór þó fjölgandi frá og með 1957 og áfram. Sömuleiðis þurfti stundum að breyta um mælagerð - og breytingar urðu á umhverfi stöðva þannig að brot kom í vindmælingar. Varla er hægt að segja að vindhraði hafi verið mældur af öryggi fyrr en með tilkomu sjálfvirka kerfisins upp úr 1995. Það er þó trú ritstjóra hungurdiska að meðalvindhraði allra veðurstöðva saman sé sæmilega öruggur aftur fyrir 1965 eða svo. Samanburður mannaða og sjálfvirka kerfisins síðustu 15 til 20 árin styrkir þá trú. Reyndar eru kerfin ekki lengur samanburðarhæf - því síðustu 5-8 árin hafa sjálfvirku mælingarnar tekið yfir á nær öllum stöðvum.
Myndin sýnir að töluverðar sveiflur hafa orðið á októbervindhraðanum, bæði frá ári til árs (auðvitað) en sömuleiðis eru einhverjar sveiflur á áratugakvarða.
Meðaltal októbermánaðar í ár á mönnuðu stöðvunum er 5,8 m/s (5,77) - það hæsta síðan 2011. Meðaltal sjálfvirku stöðvanna er nærri því það sama 5,8 m/s (5,82). Meðaltal síðustu tíu ára er 5,6 m/s á báðum gerðum stöðva. Vindhraði var því mjög nærri meðallagi á landsvísu í nýliðnum októbermánuði.
Næsta mynd sýnir það sama og sú fyrri - nema hvað hún nær aðeins yfir síðustu 20 árin rúm - þá sést það tímabil betur.
Hér sjáum við vel hvernig sjálfvirkar (rautt) og mannaðar (grátt) vindmælingar hafa runnið saman á síðustu árum. Áður en það gerðist var meðalvindhraði sjálfvirka kerfisins oftast örlítið meiri í október heldur en þess mannaða. Þetta styrkir þá trú að mannaða kerfið hafi ekki verið að ofmeta vind fyrir 1995 - og við getum þess vegna trúað meðaltölum einhverja áratugi aftur í tímann.
Meðalvindhraði á vegagerðarstöðvunum er ívið meiri en á hinum - og er það eðlilegt. Þær eru beinlínis settar upp á stöðum við vegi landsins þar sem búast má við meiri vindi en almennt gerist. Ritstjóri hungurdiska fylgist einnig með illviðrum á landsvísu - uppgjöri októbermánaðar er ekki fulllokið þegar þetta er ritað - en þó ljóst að það er varla meira en einn dagur í mánuðinum sem nær á illviðralista - og e.t.v. ekki einu sinni hann. Tjón af völdum hvassviðra virðist heldur ekki hafa verið mikið miðað við það sem oft er.
En var þá vindhraði í nýliðnum október ekkert sérstakur? Jú, hann var það reyndar - en ekki nema á hluta landsins. Þar telst hann sennilega óvenjumikill.
Mat á því hversu óvenjulegur er hins vegar ekki sérlega auðvelt. Verulegar ósamfellur eru í löngum tímaröðum einstakra stöðva - en sjálfvirku stöðvunum er þó vonandi hægt að treysta. - Við getum reiknað meðalvindhraða einstakra stöðva, gert lista yfir meðalvindhraða í október og athugað í hvaða sæti nýliðinn mánuður lendir í. Það gerði ritstjóri hungurdiska fyrir allar stöðvar sem athugað hafa í 11 ár eða meira. Aðallistinn er í viðhenginu - vonandi skiljanlegur.
Hér lítum við á niðurstöður fyrir mönnuðu stöðvarnar - svona til að átta okkur á vandamálunum sem við blasa.
röð | byrjar | nafn | |
1 | 1949 | Grímsstaðir | |
1 | 1952 | Keflavíkurflugvöllur | |
3 | 1994 | Skjaldþingsstaðir | |
3 | 1978 | Vatnsskarðshólar | |
5 | 1958 | Eyrarbakki | |
8 | 1999 | Miðfjarðarnes | |
9 | 1992 | Ásgarður | |
9 | 1949 | Dalatangi | |
10 | 1988 | Stafholtsey | |
12 | 1990 | Hjarðarland | |
14 | 1997 | Bláfeldur | |
14 | 1978 | Bergstaðir | |
21 | 1995 | Litla-Ávík | |
23 | 1949(og1994) | Bolungarvík | |
24 | 1956 | Mánárbakki | |
26 | 1984 | Hólar í Dýrafirði | |
27 | 1990 | Sauðanesviti | |
33 | 1949 | Reykjavík | |
39 | 1949 | Stykkishólmur | |
58 | 1949 | Akureyri |
Taflan segir okkur að nýliðinn október hafi verið sá hvassasti í stöðvarsögunni á tveimur stöðvum, Grímsstöðum á Fjöllum og á Keflavíkurflugvelli og sá þriðjihvassasti á tveimur, Skjaldþingsstöðum og Vatnsskarðshólum. Ef tölurnar eru teknar bókstaflega er hann í 33. hvassasta sæti í Reykjavík (miklar ósamfellur eru í mæliröðinni) og í því 58. (af 68 á Akureyri). Mæliröðin á Keflavíkurflugvelli er ekki hrein - því miður - þar var hvass vindur vanmetinn um nær 20 ára skeið, frá því um það bil 1962 til 1982.
En eins og áður sagði eru samfelluvandamál ekki eins átakanleg á sjálfvirku stöðvunum (þau eru sannarlega fyrir hendi á sumum þeirra en allt of mikil vinna er að ráða í þau - og því ómögulegt að gera það hér og nú).
En listinn í viðhenginu sýnir þó að nýliðinn október var sá hvassasti á 33 sjálfvirkum stöðvum af 106 á listanum (28 prósent) og á 11 vegagerðarstöðvum af 47 (23 prósent). Þetta eru nokkuð háar tölur. Á listanum má sjá að þetta eru einkum (en ekki aðeins) stöðvar á landinu sunnan- og suðvestanverðu. Á þeim slóðum er þetta sennilega hvassasti október um langt skeið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 580
- Sl. sólarhring: 671
- Sl. viku: 2959
- Frá upphafi: 2435401
Annað
- Innlit í dag: 532
- Innlit sl. viku: 2642
- Gestir í dag: 511
- IP-tölur í dag: 491
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.