2.11.2016 | 21:13
Af októbervikum - og smásamanburði
Þær fréttir hafa nú borist að nýliðinn október hafi verið sá hlýjasti í sögunni bæði á Austur-Grænlandi sem og á norsku veðurstöðvunum í norðurhöfum. Hiti á einni stöðinni á Svalbarða var 9 stig ofan meðallags. Þar fyrir norðan voru einnig slegin úrkomumet.
Til að búa til svona mögnuð hita- og úrkomuvik þarf mikla röskun á venjulegri hringrás lofts á svæðinu. Við lítum fyrst á nokkur kort sem sýna vikin en síðan veltum við vöngum yfir því hversu óvenjulegt þetta er.
Fyrsta kortið sýnir þrýstivikin - eins og evrópureiknimiðstöðin hefur greint þau. Á bláleitu svæðunum var þrýstingur í október neðan meðallags áranna 1981 til 2010, en en þeim rauðleitu var hann yfir meðallagi. - Vel sést á þessu korti hversu miklu sterkari sunnanáttin yfir Íslandi var heldur en venjulega - og að þessi sunnanáttarauki náði langt norður í höf.
Á þessu korti má sjá meðallegu 500 hPa-flatarins í nýliðnum október (heildregnar línur), þykktina (daufar strikalínur) og þykktarvikin (litir). Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Á þeim svæðum þar sem þykktarvikin eru jákvæð hefur hiti verið hærri heldur en vant er (gult og rauðbrúnt á kortinu), en lægri en venjulega þar sem vikin eru neikvæð (bláu svæði kortsins).
Vel sést hvernig hiti er ofan meðallags á öllu því svæði þar sem sunnanáttin er meiri en venja er.
Þetta kort sýnir úrkomuvik - í líkaninu. Á græn- og blálituðu svæðunum hefur úrkoma verið meiri en venjulega - meir en tvöföld meðalúrkoma á þeim bláu. Mestallt sunnan- og vestanvert Ísland er undir bláum lit - en að sögn líkansins var úrkoma langt undir meðallagi norðaustanlands. Þetta fellur nokkuð vel að raunveruleikanum.
Eins og oft hefur verið minnst á á hungurdiskum áður má skýra ríflegan helming breytileika hitafars hér á landi með aðeins þremur hringrásarbreytum eða mælitölum. Tvær þeirra ráða mestu. Sú fyrri mælir hversu sterk sunnanátt ríkir yfir landinu - ekki skiptir mjög miklu máli hvort við sækjum tölu sem miðar við háloftin eða einfaldlega vindáttir á landinu. Það liggur nokkuð í augum uppi að líkur á háum hita vaxa með aukinni sunnanátt.
Önnur mælitalan er hæð háloftaflata - hún er vísir á það hvort loftið yfir landinu er af suðrænum eða norrænum uppruna - sterk sunnanátt yfir Grænlandi getur fært okkur hlýtt loft - án þess að áttin sé sérlega sterk hér á landi á sama tíma. Því meiri sem hæð flatanna er - því hlýrra er loftið yfir okkur að jafnaði. En - þótt þeirra hlýinda njóti ekki alltaf við jörð eru þó meiri líkur á að hlýtt sé á landinu við slík skilyrði heldur en kalt - og það kemur berlega í ljós í meðaltölum.
Þriðja mælitalan - sú sem minnst áhrif (þeirra þriggja) hefur á hitann er styrkur vestanáttarinnar - oftast er það þó þannig að hlýrra er þegar vestanáttin er slök - eða neikvæð (austlæg) - heldur en þegar hún er vestlæg. Hlýjast er þegar sunnanáttin er sterk, háloftafletir liggja hátt - og vestanáttar gætir lítt.
Þannig var það einmitt í október. En - við getum séð af þykktarvikakortinu að hefði bylgjumynstrið legið um það bil 10 gráðum vestar en það gerði hefði orðið enn hlýrra hér á landi (og úrkoma e.t.v. aðeins minni).
En hvernig var þá sunnanáttin miðað við fyrri októbermánuði? Eins og oft hefur verið fjallað um á þessum vettvangi að undanförnu hefur október - nærri því einn mánaða - ekki sýnt nein hlýindamerki síðustu áratugi. Áreiðanlegar háloftathuganir ná varla meir en 65 til 70 ár aftur í tímann og allt sem áður kom er nokkuð óáreiðanlegt hvað ástand í háloftum varðar. - En við athugum samt hvort bandaríska endurgreiningin getur sagt okkur eitthvað um vindáttirnar. [Hún er síðri með hæð þrýstiflata fyrir 1920].
Fyrst skulum við rifja upp hverjir eru hlýjastir októbermánaða (áætlaður meðalhiti í byggð notaður til röðunar):
röð | ár | staðalvik |
1 | 2016 | 2,83 |
2 | 1915 | 2,52 |
3 | 1946 | 2,51 |
4 | 1959 | 2,51 |
5 | 1920 | 2,17 |
6 | 1908 | 2,13 |
7 | 1965 | 1,87 |
8 | 1939 | 1,78 |
9 | 1941 | 1,48 |
Hér höfum við breytt hita í staðalvik (en einingin er áfram °C) - þetta er til þess að við getum borið hitann saman við hita í öðrum mánuðum ársins. Nýliðinn október er langt fyrir ofan næsthlýjustu mánuðina sem eru 1915, 1946 og 1959. Október 1920, 1908 eru nokkuð fyrir neðan.
Þá er það háloftasunnanáttin - ein og sér (höfum ekki áhyggjur af mælitölunni):
röð | ár | sunnan |
1 | 1908 | 59,1 |
2 | 2016 | 51,8 |
3 | 1959 | 42,3 |
4 | 1914 | 42,0 |
5 | 1920 | 42,0 |
6 | 1915 | 41,7 |
7 | 1946 | 41,7 |
8 | 1951 | 39,0 |
9 | 2015 | 38,9 |
9 | 1953 | 38,4 |
10 | 2007 | 38,1 |
Hér er nýliðinn október næstefstur - 1908 er ofan við - en hann er einmitt meðal þeirra hlýjustu líka - fleiri hlýindalistamánuðir eru líka þarna.
Og sunnanátt nærri sjávarmáli (samkvæmt bandarísku endurgreiningunni):
röð | ár | sunnan |
1 | 1915 | 25,2 |
2 | 2016 | 24,8 |
3 | 1908 | 24,3 |
4 | 1946 | 21,9 |
5 | 1914 | 20,7 |
6 | 1920 | 20,1 |
7 | 1959 | 18,0 |
8 | 1939 | 16,2 |
9 | 1882 | 15,6 |
10 | 2007 | 15,3 |
Jú, hér er nýliðinn október líka í 2. sæti - en 1915 er í því fyrsta. Svo sjáum við líka október 1882 - ekki mjög áreiðanlegar upplýsingar - en ákafalesendur hungurdiska vita að sá mánuður var reyndar frostlaus í Reykjavík.
röð | ár | sunnanbratti |
1 | 1915 | 6,8 |
2 | 2016 | 6,6 |
3 | 1920 | 6,4 |
4 | 1908 | 5,6 |
5 | 1882 | 5,0 |
6 | 1951 | 4,5 |
7 | 1946 | 4,3 |
8 | 2007 | 4,2 |
9 | 1963 | 4,1 |
10 | 1959 | 3,9 |
Þessi tafla sýnir þrýstimun yfir landið frá Teigarhorni til Stykkishólms - því hærri sem talan er því meiri er sunnanáttin (norðanátt neikvæð). Nákvæmnin er nú tæplega upp á 0,1 hPa - en við röðum samt og komumst að því að október 2016 á næstmestu sunnanáttina - rétt eins og í næstu töflu á undan - og 1915 í efsta sæti á báðum.
röð | ár | Vm-Grímsey |
1 | 2016 | -0,1 |
2 | 1959 | 0,7 |
2 | 2014 | 0,7 |
2 | 1883 | 0,7 |
2 | 1946 | 0,7 |
6 | 2015 | 0,8 |
6 | 1991 | 0,8 |
6 | 1947 | 0,8 |
6 | 1886 | 0,8 |
10 | 1884 | 0,9 |
En það var líka merkilegt í þessum október að nú varð mánuðurinn í fyrsta sinn hlýrri í Grímsey heldur en á Stórhöfða í Vestmannaeyjum (mælt er í °C) - og eiginlega merkilegast hvað langt er í næstefsta sæti listans. Venjulega eru met ekki slegin á svo afgerandi hátt. Rétt er að taka fram að það er ekki alveg óþekkt að einstakir (sumar) mánuðir séu hlýrri í Grímsey - en október ekki.
Fyrsta taflan hér að ofan sýndi staðalvik hitans. Berum nú saman vik og staðalvik í október nú og í öðrum mánuðum ársins - vikin fyrst.
röð | ár | mán | hitavik °C |
1 | 1929 | 3 | 5,34 |
2 | 1932 | 2 | 4,94 |
3 | 1964 | 3 | 4,72 |
4 | 1947 | 1 | 4,01 |
5 | 1974 | 4 | 3,98 |
6 | 1933 | 12 | 3,92 |
7 | 2016 | 10 | 3,76 |
8 | 1923 | 3 | 3,72 |
Nýliðinn október er í 7. sæti, almennur breytileiki hita er mestur á vetrum hér á landi - merkilegt að október nú skuli yfirleitt hafa komist á þessa töflu - veðurnörd þekkja vel alla aðra mánuði listans fyrir fádæma hlýindi.
Til að leiðrétta fyrir mismunandi breytilega mánaðanna stökkvum við yfir í samanburð staðalvika og fáum töflu sem á að gera alla mánuði samanburðarhæfa - en er hún það?
röð | ár | mán | hita(staðal)vik |
1 | 2016 | 10 | 2,83 |
2 | 2003 | 8 | 2,76 |
3 | 1932 | 2 | 2,69 |
4 | 1974 | 4 | 2,64 |
5 | 1929 | 3 | 2,59 |
6 | 1915 | 10 | 2,52 |
7 | 2014 | 6 | 2,52 |
8 | 1946 | 10 | 2,51 |
9 | 1959 | 10 | 2,51 |
Hér er nýliðinn október á toppnum sem afbrigðilegasti mánuður allra tíma - hvorki meira né minna. - En við skulum taka eftir því að það eru fjórir októbermánuðir á listanum. Það er mjög grunsamlegt. Hér eru 80 ár lögð til grundvallar útreikningi staðalvikanna. Við vitum að október hefur síst gengið í takt við aðra mánuði í gegnum tíðina - sá grunur læðist að ritstjóranum að náttúrulegur breytileiki hans sé kannski meiri en sýnist við fyrstu sýn - og að staðalvikin hafi verið vanmetin miðað við aðra mánuði.
Niðurstaða? Október 2016 var afbrigðilega hlýr - sennilega má þó skýra hlýindin að mestu leyti með afbrigðum í þrýstifari. Taflan sem sýnir hitamun Vestmannaeyja og Grímseyjar gæti þó bent til annars.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 728
- Sl. sólarhring: 763
- Sl. viku: 3107
- Frá upphafi: 2435549
Annað
- Innlit í dag: 679
- Innlit sl. viku: 2789
- Gestir í dag: 651
- IP-tölur í dag: 631
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.