Hlýjasti október frá upphafi mćlinga á landinu í heild?

Ekki er fyrirsögnin niđurstađa vottađra reikninga - en fengin úr töflu sem ritstjóri hungurdiska endurnýjar um hver mánađamót - sér til hugarhćgđar. 

Landsmeđalhiti (í byggđ) í október reiknast nú 7,5 stig, 0,4 stigum hćrri en áđur er vitađ um. Gćti hnikast lítillega viđ yfirferđ athugana. Í ţessu samhengi eru 0,4 stig mikiđ. Nćstu tölur eru í hnapp, ţrír eldri októbermánuđir nánast jafnhlýir, 1915 (7,06 stig), 1946 (7,05 stig) og 1959 (7,04 stig). Svo er talsvert bil niđur í nćstu sćti, 1920 (6,60 stig) og 1908 (6,54 stig). - Neđstur á listanum er október 1917 (-0,67 stig).

Viđ látum mánađaryfirlit Veđurstofunnar um ađ tíunda endanlegar niđurstöđur fyrir einstakar stöđvar. 

Úrkomumet hafa veriđ sett víđa - ţar á međal í Reykjavík sem rauf 200 mm múrinn í fyrsta sinn í októbermánuđi. Svo virđist sem mánađarúrkoman á Nesjavöllum hafi mćlst 945,4 mm (bráđabirgđatala). Sé ţađ rétt er ţađ mesta úrkoma sem mćlst hefur nokkru sinni á veđurstöđ í október og ađeins rétt neđan viđ ţađ sem mest hefur áđur mćlst í einum mánuđi hér á landi (971,5 mm á Kollaleiru í Reyđarfirđi í nóvember 2002). 

Á sjálfvirku stöđinni í Bláfjöllum er bráđabirgđasumma mánađarins 998,0 mm - en stöđin sú hefur stundum veriđ ađ stríđa okkur og rétt ađ fara vel yfir mćlingarnar áđur en tala hennar verđur tekin fullgild. 

Svo stefnir mánuđurinn í ađ verđa frostlaus á fjölmörgum stöđvum - ţar á međal í Reykjavík. Á fyrri tíđ er ađeins vitađ um eitt ár ţar sem ekkert hafđi frosiđ í Reykjavík fyrir 1. nóvember. Ţađ var 1939, ţá kom fyrsta frost 10. nóvember og ţađ kólnađi hratt ţví ţann 12. fór frostiđ niđur í -8,2 stig. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Haustiđ virđist koma mánuđi seinna en venjulega, ţví ađ međalhitinn í Reykjavík í september er 7,5. 

Ómar Ragnarsson, 1.11.2016 kl. 00:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 175
 • Sl. sólarhring: 207
 • Sl. viku: 3057
 • Frá upphafi: 1954126

Annađ

 • Innlit í dag: 144
 • Innlit sl. viku: 2685
 • Gestir í dag: 129
 • IP-tölur í dag: 125

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband