31.10.2016 | 21:55
Hlýjasti október frá upphafi mælinga á landinu í heild?
Ekki er fyrirsögnin niðurstaða vottaðra reikninga - en fengin úr töflu sem ritstjóri hungurdiska endurnýjar um hver mánaðamót - sér til hugarhægðar.
Landsmeðalhiti (í byggð) í október reiknast nú 7,5 stig, 0,4 stigum hærri en áður er vitað um. Gæti hnikast lítillega við yfirferð athugana. Í þessu samhengi eru 0,4 stig mikið. Næstu tölur eru í hnapp, þrír eldri októbermánuðir nánast jafnhlýir, 1915 (7,06 stig), 1946 (7,05 stig) og 1959 (7,04 stig). Svo er talsvert bil niður í næstu sæti, 1920 (6,60 stig) og 1908 (6,54 stig). - Neðstur á listanum er október 1917 (-0,67 stig).
Við látum mánaðaryfirlit Veðurstofunnar um að tíunda endanlegar niðurstöður fyrir einstakar stöðvar.
Úrkomumet hafa verið sett víða - þar á meðal í Reykjavík sem rauf 200 mm múrinn í fyrsta sinn í októbermánuði. Svo virðist sem mánaðarúrkoman á Nesjavöllum hafi mælst 945,4 mm (bráðabirgðatala). Sé það rétt er það mesta úrkoma sem mælst hefur nokkru sinni á veðurstöð í október og aðeins rétt neðan við það sem mest hefur áður mælst í einum mánuði hér á landi (971,5 mm á Kollaleiru í Reyðarfirði í nóvember 2002).
Á sjálfvirku stöðinni í Bláfjöllum er bráðabirgðasumma mánaðarins 998,0 mm - en stöðin sú hefur stundum verið að stríða okkur og rétt að fara vel yfir mælingarnar áður en tala hennar verður tekin fullgild.
Svo stefnir mánuðurinn í að verða frostlaus á fjölmörgum stöðvum - þar á meðal í Reykjavík. Á fyrri tíð er aðeins vitað um eitt ár þar sem ekkert hafði frosið í Reykjavík fyrir 1. nóvember. Það var 1939, þá kom fyrsta frost 10. nóvember og það kólnaði hratt því þann 12. fór frostið niður í -8,2 stig.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 39
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 2486
- Frá upphafi: 2434596
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 2208
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Haustið virðist koma mánuði seinna en venjulega, því að meðalhitinn í Reykjavík í september er 7,5.
Ómar Ragnarsson, 1.11.2016 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.