22.10.2016 | 14:48
Fárviðrið 21. febrúar 1954
Yfirferð hungurdiska um fárviðri í Reykjavík er nú komin rúm 60 ár aftur í tímann. Þar hittum við fyrir harla óvenjulegt tímabil. Samkvæmt veðurbókum náði vindur fárviðrisstyrk í Reykjavík 8 sinnum á rúmum tveimur árum, 1952 til 1954. Þetta er of oft til að vera trúverðugt. Ástæður eru sennilega þær að vindmælir sá sem var í notkun var illa kvarðaður, mælingin fór fram í 17 metra hæð frá jörð (í stað 10) og oft var fremur erfitt að lesa af síritanum.
En - í öllum þessum 8 tilvikum var veður auðvitað arfavitlaust þótt deila megi um hámarkið, og öll eru veðrin athyglisverð, hvert á sinn hátt og sum þeirra ollu miklu tjóni víða um land (en ekki öll). - Við skulum því láta sem ekkert sé og fara í gegnum alla þessa daga í sérstökum pistlum - í öfugri tímaröð sem fyrr.
Fyrst verður fyrir skammvinnt sunnanveður 21. febrúar 1954. Mánuðurinn sá var afar skakviðrasamur - eins og næstu mánuðir á undan höfðu verið líka. Sjö dagar í mánuðinum ná inn á stormdagatal hungurdiska, 3., 4., 15., 16., 21., 25. og 26. Af þessum veðrum var það sem gekk yfir þann 15. til 16. verst - en þá náði vindur í Reykjavík ekki fárviðrisstyrk.
Sviðið er kunnuglegt - veðrið svipaðrar ættar og fárviðrin 1981 og 1991.
Kortið sýnir stöðuna sólarhring áður en veðrið skall á. Heimskautaloft streymir úr norðvestri inn á Atlantshaf á móti hlýrri bylgju úr suðri - á stefnumótaslóðum er mikil gerjun. Kortið er úr safni ncep-endurgreiningarinnar. Amerísku endurgreiningarnar eru tvær - þessi nær aftur til 1948 og er oft (en ekki alltaf) nákvæmari heldur en sú sem mest er vitnað í hér á hungurdiskum. Hér tekst henni mun betur upp - við skulum líta á muninn svona til að minna okkur á að trúa kortum sem þessum ekki alltaf bókstaflega.
Kortið sýnir hæð 1000-hPa-flatarins í metrum og eru jafnhæðarlínurnar nær alveg jafngildar þrýstilínum - en tölurnar aðrar. Fjörutíu metrar eru 5 hPa, eða 1 hPa 8 metrar, þannig að innsta jafnhæðarlínan við lægðina á Grænlandshafi (-160 metrar) sýnir 980 hPa þrýsting. [-160/8 = 20; 1000-20=980].
Næsta kort sýnir stöðuna á miðnætti aðfaranótt 21. febrúar. Þá er lægðin við Snæfellsnes, um 959 hPa í miðju. - Það er reyndar jafnlágt lægsta þrýstingi á landinu á þeim tíma sem kortið gildir (á Reykjanesvita), en ljóst er af athugunum að lægðin hefur verið talsvert dýpri. Klukkan 6 var þrýstingur á Galtarvita kominn niður í 946,2 hPa, en miðjuþrýstingur lægðarinnar hjá ncep var þá um 956 hPa - og þrýstingur við Galtarvita um 960 í líkaninu. - Óþægilega mikill munur - rétt einu sinni.
En sú mynd sem við fáum af aðstæðum og ástæðum veðursins er samt í aðalatriðum rétt.
Til samanburðar skulum við líta á tilraun tuttugustualdarendurgreiningarinnar - hún fer beinlínis út um þúfur. Miðnæturkortið sýnir mjög flata lægðarbylgju nærri suðvesturlandi og nánast logn í kringum hana.
Síðasta kortið sýnir 500 hPa-greiningu ncep - mikill og djúpur kuldapollur á Grænlandshafi - gæti fætt af sér fleiri illviðri svipaðrar ættar - en gerði það ekki. Kuldinn þokaðist þess í stað austur á bóginn og gat af sér allmikið norðankast nokkrum dögum síðar - norðanköst ætti e.t.v. að segja - leiðindin þau stóðu í meir en 10 daga.
En lítum nú aðeins á stöðuna í Reykjavík - fyrst á þrýstiritinu hér að ofan. Það er um hádegi laugardaginn 20. febrúar sem loftvog fór að falla og vindur að blása af austri og austsuðaustri. Ekki varð þó sérlega hvasst fyrr en hann skall mjög snögglega skömmu eftir miðnætti með gríðarlegu sunnanveðri og krapahríð.
Vindritið sýnir vel hversu snögglega þetta gerðist. Miðnætti er lengst til hægri á myndinni - tíminn gengur síðan til vinstri. Það er rétt fyrir kl. 1 sem hvessti. - Það var laugardagskvöld - fjöldi fólks á skemmtistöðum (sem ekki voru jafnlengi opnir á þessum árum og nú er).
Á nóttunni voru veðurathuganir gerðar á aðeins 3 stunda fresti - en ástæða hefur þótt til aukaathugunar kl. 02:35. Þá var vindur af fárviðrisstyrk og hviður upp í meira en 40 m/s. Enn var hvasst kl.6 - en samt mun skaplegra veður.
Nokkuð tjón varð í þessu veðri, mest á Vestfjörðum. Þetta er það helsta sem getið er um í blöðum.
Mikil umferðarteppa á höfuðborgarsvæðinu, austanfjalls og suður með sjó. Margir lentu í hrakningum og minniháttar meiðsl urðu á fólki. Miklar rafmagnstruflanir urðu við slit loftlína innanbæjar.
Á nokkrum stöðum á Vestfjörðum skemmdust þök á húsum. Heyhlaða fauk á Ísafirði. Fjós fauk ofan af kúm og járnplötur fuku af íbúðarhúsinu í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði. Skemmdir urðu á húsum á Flateyri, þar fauk trillubátur út vetrarstæði og fisktrönur sömuleiðis. Þak fauk af gömlu íshúsi á Suðureyri. Þak fauk af fjárhúsi í Norðurfirði á Ströndum og víðar varð tjón þar í sveit. Nokkrar skemmdir urðu á Bíldudal. Minniháttar skemmdir urðu á húsum á Keflavíkurflugvelli.
Um það var rætt að krapahríðin hefði verið mikil í uppsveitum Árnessýslu og valdið þar leiðinlegum áfreða og ófærð sem auðvitað hélst allt norðankastið sem sem kom í kjölfarið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 23.10.2016 kl. 13:50 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.