Af október 1959 og nú

Nú er stađa mála ţannig ađ međalhitinn fyrstu ţrjár vikur októbermánađar hefur ađeins einu sinni veriđ hćrri í Reykjavík. Ţađ var á sama tíma 1959. Svo hittist á ađ ţá var kosiđ til Alţingis rétt eins og nú. Kjördagar voru tveir, 24. og 25. - Ţetta eru reyndar ekki einu skiptin sem Alţingiskosningar hafa veriđ í október, ţađ var líka 1942 - og kannski oftar. 

Ţótt ţessir mánuđir 1959 og nú keppi í hlýindum - eru ţau alveg ótengd kosningunum (eđa vonandi eru ţau ţađ) - ţví tíđ var fremur köld og illviđrasöm í kosningamánuđinum 1942. 

En tímaritiđ Veđráttan segir ţetta um október 1959:

„Einmuna tíđ var á Norđur- og Austurlandi, en mjög úrkomusamt sunnan lands og vestan. Víđa sáust útsprungin blóm í túnum, og ber voru óskemmd fram undir mánađamót. Kýr voru yfirleitt ekki teknar á fulla gjöf fyrr en um veturnćtur. Á óţurrkasvćđinu urđu hey sums stađar úti, en heyfengur varđ ţó mikill um allt land. Sumir fjallvegir tepptust vegna snjóa eftir ţ. 25., og um sunnan- og vestanvert landiđ spilltust vegir sums stađar af bleytu. Gćftir voru yfirleitt fremur stirđar.“

Nú, - viđ lestur ţessa texta sjáum viđ ađ sumir fjallvegir hafi teppst vegna snjóa eftir ţann 25. - Ţađ kólnađi sum sé - mánuđurinn gaf eftir ţannig ađ október 1915 fór upp fyrir hann á lokametrunum í keppninni um hlýjasta október í Reykjavík. Í textanum er líka vísađ í „óţurrkasvćđiđ“. Ţar er veriđ ađ vísa í ađ síđari hluti sumars 1959 var heldur erfiđur viđ heyskap víđa á Suđurlandi - og hafđi ekki tekist ađ ljúka heyskap. 

Viđ skulum líta á kort sem sýnir stöđuna í háloftunum á fyrri kosningadaginn 1959 í bođi japönsku endurgreiningarinnar.

w-blogg221016b

Jafnhćđarlínur eru heildregnar - ţykktin sýnd í lit. Af hćđarlínum má ráđa styrk og stefnu háloftavinda - hér hćgir af norđvestri yfir landinu. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs međalhiti í október er um 5340 metrar - inni í grćnu litunum. Hér er hún um 5260 metrar - um 80 metrum undir međallagi, um 4°C. - Vikiđ í Reykjavík varđ ţó ekki svo mikiđ.

Viđ förum auđvitađ ađ leiđa hugann ađ ţví hvernig fari nú - hvert verđur úthald ţessa mánađar í hitakeppninni? - Viđ vitum ţađ auđvitađ ekki - en viđ vitum hvernig fór 1959 og lítum á ţađ á mynd.

w-blogg221016a

Línuritiđ sýnir hitavik í Reykjavík - miđađ viđ međaltal hvers dags 1961-2010 - í september til nóvember 1959 (rauđ strikalína) og vikin í september og október nú - fram til dagsins í dag (21. október). Ţađ er nokkuđ sláandi hvađ línurnar tvćr fylgjast ađ - september svona í ríflegu međaltali - síđan alveg sérlega hlýr október - ađ minnsta kosti framan af. -

Kólnunin sem varđ svo í kringum kosningarnar 1959 var töluverđ - en hiti fór samt ekki nema rétt undir međallagiđ. Viđbrigđin hafa samt orđiđ mikil - og ekkert varđ úr meti í Reykjavík. - En hann situr samt á toppi hlýindalista á 34 veđurstöđvum - nördin geta fundiđ lista yfir ţćr í viđhenginu. 

Svo leiđ ađeins fram í nóvember - ţá gerđi eftirminnilegt norđanveđur - og kólnađi rćkilega um hríđ (og međ hríđ). Ţann 13. nóvember var hiti -9 stigum undir međallagi í Reykjavík - međalhiti sólarhringsins -6,8 stig. Verulegt kuldakast gerđi líka í nóvember 1915, en vonandi sleppir nóvember 2016 okkur viđ svoleiđis nokkuđ - samt er aldrei á vísan ađ róa. 

Í pdf-viđhenginu eru veđurkort og veđurathuganir októberkosningadagana 1911, 1916, 1923, 1942 og 1949. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spáin núna er svipuđ og gerđist 1959. Ţađ á ađ kólna frá og međ miđvikudeginum 26. og hitinn í Reykjavík fer ekki yfir 3 stigin síđustu ţrjá daga mánađarins.
Ţannig ađ ekkert verđur í hitametinu núna - ekki frekar en ţá.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 22.10.2016 kl. 11:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 229
 • Sl. sólarhring: 457
 • Sl. viku: 1993
 • Frá upphafi: 2349506

Annađ

 • Innlit í dag: 214
 • Innlit sl. viku: 1806
 • Gestir í dag: 212
 • IP-tölur í dag: 208

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband