Íslenska sumrinu lokið

Í dag er fyrsti vetrardagur að fornu tímatali og sumarmisseri ársins 2016 þar með lokið. Ritstjóri hungurdiska þakkar vinsemd á liðnu sumri og óskar lesendum gæfuríks vetrar. Sumarið var hlýtt - á landsvísu í 2. til 3. hlýjasta sæti á nýju öldinni - sjónarmun hlýrra var 2010. Sama á við um Reykjavík.

w-blogg231016a

Rauða línan sýnir landsmeðaltalið (í byggð) frá aldamótum - gráu súlurnar meðalhita í Reykjavík frá sumardeginum fyrsta ár hvert - til og með föstudags veturnátta - allt aftur til 1920. 

Sé rýnt í myndina kemur í ljós að sumarhiti í Reykjavík hefur ekki oft orðið hærri en nú - reyndar aðeins þrisvar, 2010, 1941 og 1939. Í fimmta til sjöunda sæti eru svo sumarið 2004, 2003 og 1960.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk, sömuleiðis!

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 00:14

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sömuleiðis með 100% hPa þökkum fyrir bráðskemmtilegt og upplýsandi efni.

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2016 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 18
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 416
  • Frá upphafi: 2343329

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 374
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband