Flóđaveđriđ 15. til 20. október 1965

Víđa á landinu er október úrkomusamasti mánuđur ársins ađ međaltali. Skemmtireikningar ritstjóra hungurdiska sýna 15. október sem úrkomuţrungnasta dag ársins á landinu ađ međaltali (1949 til 2015) og 2. október í 2.sćti. 

Listi yfir flóđ og skriđuföll í október er bćđi langur og bólginn og nćr til allra landshluta og margra gerđa veđurs - af norđri, austri, suđri og suđvestri. Fer mjög eftir áttum og eđli veđranna hvort stórir landshlutar eđa minni verđa fyrir.

Hér verđur ekki gerđ nein tilraun til greiningar - ađeins rifjađ upp eitt mjög mikiđ sunnanúrkomuveđur frá ţví í október 1965. Ástćđan er einfaldlega sú ađ veđurlag ţá minnir nokkuđ á veđurlag ţessa dagana - meira ađ segja mátti (međ góđum vilja) tengja mestu úrkomugusuna viđ leifar fellibyls - sá hafđi boriđ nafniđ Elena. 

Október 1965 var mjög hlýr mánuđur - eindregnar sunnanáttir ríktu mestallan mánuđinn. Mikiđ háţrýstisvćđi var fyrir austan land - og lćgđir gengu til norđurs fyrir vestan. Ekki hefur jafnhlýr eđa hlýrri október komiđ síđan og er mánuđurinn í 6. sćti hlýrra októbermánađa - á landsvísu - og einnig mjög ofarlega á úrkomulistum. 

Lítum á kort japönsku endurgreiningarinnar frá ţví kl. 18 ţriđjudaginn 19. október 1965. Ţá hafđi úrkoman reyndar stađiđ í nokkra daga og veđurstađan veriđ nokkuđ svipuđ. 

w-blogg121016a

Mikil hćđ yfir Norđursjó - gríđarleg sunnanátt yfir Íslandi - lćgđabylgjur gengu svo ört yfir ţessa daga ađ erfitt er ađ segja hver ţeirra tengdist Elenu best.  

w-blogg121016b

Háloftakortiđ gildir morguninn eftir, kl.6 miđvikudag 20. október 1965. Sérlega hlýtt er yfir landinu - alveg viđ methlýindi ef trúa má greiningunni. Hiti komst í 18,9 stig á Garđi í Kelduhverfi ţann 19. - októberhitamet ţar - einnig var sett októberhitamet á Raufarhöfn. 

Ekki varđ mikiđ tjón af völdum vinds - ţótt ritstjóranum sé sćrokiđ í Borgarnesi ţessa daga einkar minnisstćtt - en ţví meira af völdum vatnavaxta - enda stóđ kastiđ í um ţađ bil 5 daga. Ţó er getiđ um eftirfarandi tjón af völdum vinds: 

Ţann 18. eđa 19. fuku járnplötur af húsum viđ Skjóltröđ og Neđstutröđ í Kópavogi, ţar slitnađi upp bátur viđ höfnina. Vélbátur frá Siglufirđi fórst út af Grindavík, mannbjörg varđ naumlega. Ţann 20. fauk ţak af hćnsnahúsi í Hnífsdal og drápust margar endur. Tvćr bátskektur skemmdust einnig í Hnífsdal.

En vatnavaxtatjóniđ varđ meira. Lítum á:

Miklar vegarskemmdir urđu í stórrigningum dagana 18. til 20. Ár flćddu yfir bakka sína og spilltu vegum, fjöldi skriđa féll á vegi. Brúin á Jökulsá á Sólheimasandi brotnađi niđur á kafla og varđ ófćr, Brúin á Múlakvísl skemmdist og V-Skaftafellssýsla einangrađist. Klifandi í Mýrdal og Skógaá undir Eyjafjöllum skemmdu einnig vegi. Eitt fet vantađu upp á ađ vatn fćri yfir Markarfljótsbrúna eđa varnargarđa viđ hana. Vatn rauf vegi viđ brýr viđ Njálsbúđ og Álfhólahjáleigu í Landeyjum, sömuleiđis fór vegur í Fljótshlíđ í sundur.

Hvítá í Borgarfirđi gerđi stórspjöll á vegum. Miklar skemmdir urđu viđ Reykjadalsá á Svínadal í Dölum. Skriđa teppti veginn um Bröttubrekku. Hörđudalsá rauf Skógarstrandarveg á tveimur stöđum. Skriđur féllu viđ Hvítanes í Hvalfirđi og í Óshlíđ og Eyrarhlíđ viđ Ísafjörđ. Vegir skemmdust í Hrútafirđi og Hjaltadalsá braust yfir bakka sína og flćddi yfir nýrćktarlönd á Hólum.

Ţann 20. féll mikil skriđa á bćinn Arnţórsholt í Lundareykjadal, skriđan braust inn á gólf í íbúđarhúsinu, eyđilagđi fjárhúsin og dráttarvél.

Úrkoma sló októbermet allvíđa - eđa var mjög nćrri ţví, m.a. mćldist sólarhringsúrkoma á Hveravöllum 109,4 mm, ţađ nćstmesta allt mćlitímabiliđ ţar. 

Listi yfir heildarúrkomu ţessa daga og sólarhringshámark er í viđhenginu. Ţar skal sérstaklega bent á ađ úrkomumagn á stöđvunum viđ Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul er ekkert ofbođslegt miđađ viđ ţađ sem stundum gerist ţar um slóđir - en samt verđa ţar ţessir gríđarlegu vatnavextir. Ţetta gćti bent til ţess ađ úrkomumagniđ hafi veriđ miklu meira uppi í fjöllunum - auk ţess sem jökulís hefur bráđnađ. Spurning hvađ reiknilíkön nútímans hefđu gert viđ veđriđ ţessa daga. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 192
 • Sl. sólarhring: 400
 • Sl. viku: 1882
 • Frá upphafi: 2355954

Annađ

 • Innlit í dag: 177
 • Innlit sl. viku: 1751
 • Gestir í dag: 174
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband