9.10.2016 | 22:27
Fárviðrið 29. apríl 1972
Enn er fjallað um Reykjavíkurfárviðri. Þau þrjú sem komið hafa við sögu til þessa eru öll sérlega minnisstæð og ollu öll gríðarlegu tjóni bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og víða um land. Það sem nú birtist á borðinu er að eðli og uppruna gjörólíkt hinum - og sjálfsagt eru þeir fáir sem muna. Stóð það fremur stutta stund laugardagsmorguninn 29. apríl 1972.
Hér má sjá úrklippu úr Vísi þennan sama dag (af timarit.is).
Stóru veðrin 1973, 1981 og 1991 áttu öll svipaðan aðdraganda - voru öll sömu ættar - og hvoru um sig fylgdu þrjár gerðir veðra - lágrastarlandsynningur, hárastarlandsynningur (eða úr hásuðri) og vestlægari stunga (lágröst) í kröppum lægðasveip.
Fárviðrið það sem nú er fjallað um var hins vegar af norðri. Norðan- og austanveður eiga líka ólíkan uppruna. Algengust eru þau sem tengd eru því sem kallað hefur verið Grænlandsstífla. Það eru lágrastarveður - vindur er hægur í háloftunum. En norðlæg hárastarveður eru líka til. Norðanrastirnar eru þó oftast ekki eins öflugar og þær suðlægu og vestlægu - og heldur sjaldgæfari. Stundum byrjar norðankast í beinum tengslum við háröst - en endar síðan með lágröst.
Hér má sjá veðurkort frá hádegi 27. apríl 1972, tveimur dögum áður en veðrið skall á. Í fljótu bragði sýnist það nokkuð sakleysislegt - enda sumardagurinn fyrsti liðinn hjá. Mikið háþrýstisvæði er í námunda við Asóreyjar og annað yfir Grænlandi (sem endurgreiningin ýkir heldur) - en lægðarenna er á milli.
Æstustu veðurnörd vita þó að þetta telst nokkuð varasöm staða. Slatti af mjög slæmum (mannskaða-)veðrum fyrri ára og alda eru í skylduliðinu. Gallinn var hins vegar sá að ekki var nokkur leið að sjá hvað úr yrði fyrir tíma tölvureikninga - ekkert að gera nema fylgjast grannt með loftþrýstihreyfingum.
Hættan sést betur á háloftakortum - þetta kort gildir síðdegis fimmtudaginn 27. apríl, - um einum og hálfum sólarhring fyrir illviðrishámarkið. Mjög hlýtt loft streymir til austnorðausturs inn á Norður-Atlantshaf í veg fyrir kalt loft sem kemur úr norðri fyrir vestan Ísland. - Hér er spurning um hversu vel heppnað stefnumótið verður.
Og það tókst svo sannarlega vel. Hér er veðrið nokkurn veginn í hámarki undir morgunn laugardaginn 29. apríl. Lægðin sem á fyrra korti var aðeins 1014 hPa í miðju er hér komin niður í 969 hPa, dýpkaði um 45 hPa á rúmum einum og hálfum sólarhring. Þetta er óvenjulegt svo seint í apríl. Mikill norðan- og norðaustanstrengur er yfir Íslandi. Þrýstimunur yfir landið fór yfir 23 hPa þegar mest var.
Eitthvað má ráða í eðli veðursins með því að rýna í háloftakortið á sama tíma.
Við sjáum að töluverð norðanvindröst (þéttar jafnhæðarlínur) liggur yfir landinu vestanverðu - ásamt einskonar poka af köldu lofti (þykktin er sýnd í lit). Samspil þykktar- og hæðarflata segir mikið um eðli ofviðra en við látum það eiga sig að vera að smjatta á þeim fræðum hér - þó er freistandi að skjóta inn einu orði/hugtaki sem ekki hefur sést á hungurdiskum áður - þykktaröst og mega lesendur velta vöngum yfir merkingu þess.
Þrátt fyrir þéttar þrýstilínur yfir landinu hlýtur hinn mikli vindur í Reykjavík að hafa komið nokkuð á óvart. Fárviðri er alla vega ekki daglegt brauð - og síðan þetta var hefur vindur ekki mælst svona mikill í norðanátt á hinni opinberu veðurstöð í Reykjavík - í meir en 44 ár.
Framan af nóttu var vindur lengst af um 15 m/s, datt um stund niður fyrir 10 m/s milli kl. 2 og 3. Eftir kl. 4 rauk hann upp fyrir 25 m/s og eftir kl.6 upp í um 30 m/s. Rétt eftir kl.8 fór hann svo um stund í 32,9 m/s - formleg hviðumæling var ekki gerð, en vísir á skífu sást fara yfir 40 m/s. - Líklegt er að mesta hviða hafi verið enn meiri en það.
Norðanáttin í Reykjavík er skrýtin skepna - samanburður á flugvelli og Veðurstofutúni sýnir að síðarnefndi staðurinn sleppur oft við þær slæmu norðanáttir sem plaga flugvöllinn, miðbæinn og þau hverfi sem vestar liggja. Vindstyrkur sveiflast mjög - sérstaklega á þessu svæði - rétt eins og við sjáum á vindritinu hér að ofan. Norðanfossinn af Esjunni nær mjög oft að Geldinganesi og nágrenni - en ekki svo oft niður í Ártúnsholt og sjaldan í Selás og Breiðholt.
Í norðanáttum hegðar loftþrýstingur í Reykjavík sér oft mjög einkennilega - sérstaklega ef vindurinn á uppruna sinn í hærri röstum. Háloftaathuganir í Keflavík sýna að í þessu tilviki var vindhraði í hámarki í 400 hPa eða ofar (líklega við veðrahvörf - en þá athugun vantar - minni vindur var svo í heiðhvolfi). Í 400 hPa var hann 39,5 m/s á hádegi þann 29. - en var þá farinn að ganga niður í neðstu lögum - líka í Reykjavík.
Á þrýstiritinu hér að ofan má sjá stórar sveiflur ganga yfir - þetta er reyndar mest um það leyti sem vindur tók dýfuna niður fyrir 10 m/s og svo upp aftur. Einhverjar bylgjur eru að fara yfir - stórar bylgjur þar sem lóðrétt hreyfing lofts er mjög mikil. Orðið þyngdarbylgja er oft notað - en ritstjóri hungurdiska vill frekar nota flotbylgja - er það einkum vegna þess að fyrra orðið er einnig notað um fyrirbrigði allt annars eðlis (bylgjur í þyngdarsviðinu sjálfu).
Það er sum sé skoðun ritstjórans að þetta ákveðna norðanveður sé drifið af háloftavindröstinni. - Norðanfárviðri sem fjallað er um í næsta pistli er það hins vegar ekki - það er stífluveður - þykktarröst stýrði því.
En tjón varð nokkuð í þessu veðri þótt skammvinnt væri.
Mest var það á höfuðborgarsvæðinu, m.a. flettist þakklæðning af stórum hluta Tónabíós, loka varð Miklubraut um stund sökum járnplötufoks. Rúður brotnuðu viða, reykháfur hrundi og bárujárnsgirðing fauk. Litlar trillur sukku, önnur í Reykjavíkurhöfn en hin á Fossvogi. Mótauppsláttur fauk í Vestmannaeyjum, bíll fauk af vegi hjá Kiðafelli í Kjós og fleiri bílar lentu í vandræðum í Hvalfirði. Boltar brotnuðu í spennivirki á Geithálsi svo rafmagnslaust varð um tíma í Reykjavík. Rúður fuku úr gróðurhúsum í Mosfellssveit. Uppsláttur fyrir stórri hlöðu og jarðýtuvagn fauk undir Eyjafjöllum. Mikið af grásleppunetum eyðilagðist á Bakkafirði í brimi.
Mjög lúmskt allt saman.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 6
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 1340
- Frá upphafi: 2455666
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1200
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti
Þakka umfjöllunina um þessi veður sem mörg hver buldu á mér og Akraborginni. Hefurðu fjallað um páskaveðrið 1963 og ef svo þá hvenær? Ég var á sjó í því veðri sem skipstjóri á netabát.
Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 17:21
Það er smávegis fjallað um þetta hret 1963 i tveimur myndartextum í almennum pistli um páskahret á vef Veðurstofunnar.
http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1849
og í páskahretalistanum:
http://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/hlidarefni/paskahret.pdf
Vel má vera að hér verði eitthvað frekar fjallað um veður þetta síðar.
Trausti Jónsson, 10.10.2016 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.