Hlýjustu októbermánuđirnir

Eins og alloft hefur veriđ fjallađ um á hungurdiskum áđur er október sá af mánuđum ársins sem minnst hefur vitađ af núverandi hlýskeiđi á Íslandi - alveg á skjön viđ flesta ađra. Viđ skulum rifja upp mynd sem áđur birtist í pistli sem dagsettur er 9. febrúar 2016.

w-blogg100216a

Hér má sjá 30-ára keđjumeđaltöl hita í janúar (blár ferill) og október (rauđur ferill) í Stykkishólmi. Lóđrétti ferillinn til vinstri er fyrir janúarhitann - en hćgri kvarđinn fyrir október - ţađ munar 5,5 stigum á međalhita mánađanna. 

Janúarhitinn er kominn langt fram úr hitanum á 20.aldarhlýskeiđinu - en október er ekkert hlýrri en hann var fyrir hundrađ árum - sýndi ţó mjög góđan sprett sem náđi hámarki á árunum 1836 til 1965. Hvernig á ţessu stendur veit víst enginn - hćgt er ađ giska en hvort eitthvađ vitlegt kemur út úr ţví er annađ mál. 

En lítum nú á lista sem sýnir hćstu októbermeđalhitatölurnar - fyrst lítum viđ á sjálfvirku stöđvarnar. Ţćr sýna vel samkeppnisstöđuna síđustu 15-20 árin eđa svo.

röđstöđármánmhiti nafn
1361322001109,17 Steinar
260122010108,10 Surtsey
3361272010108,08 Hvammur
4361322007107,91 Steinar
514532010107,84 Garđskagaviti
5361322000107,84 Steinar
7353052001107,77 Örćfi
860152010107,66 Vestmannaeyjabćr
9361322010107,58 Steinar
10361322006107,54 Steinar

Hér er vegagerđarstöđin á Steinum undir Eyjafjöllum á toppnum međ 9,2 stig (annar aukastafur er okkur til skemmtunar), langt fyrir ofan annađ sćtiđ, 8,1 stig í Surtsey í október 2010. Fyrstu ár athugana á Steinum eru reyndar grunsamlega hlý - miđađ viđ ađrar stöđvar ţannig ađ vel má vera ađ 9,2 stigin séu ađeins of há. - En ţar til máliđ hefur veriđ athugađ nánar skulum viđ láta kyrrt liggja. Viđ sjáum ţó ađ október 2010 kemur vel út. 

Á samskonar topp-tíu lista mannađra stöđva vekur hins vegar athygli ađ ţar er ekkert ár eftir 1959. 

röđstöđármánmhiti nafn
19851946108,61 Reykjanesviti
21031959108,57 Andakílsárvirkjun
36151908108,47 Seyđisfjörđur
48161915108,42 Vestmannaeyjabćr
52201959108,35 Lambavatn
69831946108,31 Grindavík
78011959108,26 Loftsalir
84771946108,15 Húsavík
98161908108,12 Vestmannaeyjabćr
101711946108,09 Hellissandur

Hlýjastur allra er október 1946 á Reykjanesvita - ţótt athuganir hafi ekki veriđ í besta lagi ţar um slóđir ţetta ár var greinilega mjög hlýtt - ţessi sami mánuđur í Grindavík er í 6. sćti á listanum, ađeins 0,3 stigum neđar, og síđan er ţetta líka metmánuđur á Húsavík og á Hellissandi. Talan úr Andakílsárvirkjun 1959 ćtti ađ vera sćmilega áreiđanleg, Seyđisfjörđur 1908 hins vegar í tćpara lagi hvađ áreiđanleika snertir. Viđ teljum hins vegar Vestmannaeyjabć í lagi bćđi 1915 og 1908. 

Í viđhenginu er svo listi sem sýnir hvađa mánuđur er hlýjastur októbermánađa á öllum veđurstöđvum - athugiđ ţó ađ sumar hafa ađeins athugađ í örfá ár. Á landinu í heild telst október 1915 hlýjastur allra októbermánađa - en ţónokkur óvissa fellst í ţeim reikningum. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 192
 • Sl. sólarhring: 400
 • Sl. viku: 1882
 • Frá upphafi: 2355954

Annađ

 • Innlit í dag: 177
 • Innlit sl. viku: 1751
 • Gestir í dag: 174
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband