Eitthvað kólnar - en samt ...

Veður er nú (26. september) eitthvað kólnandi - en samt minna en ef til vill mætti búast við miðað við stöðu veðurkerfa. 

w-blogg270916a

Kortið sýnir háloftaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á miðvikudag, 28. september. Jafnhæðarlínur eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því stríðari er vindur í rúmlega 5 km hæð. Litir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Sumarlitur (sá guli) er enn nyrst í Noregi - en virðist loks á undanhaldi þar. 

Kuldinn á norðurslóðum er enn býsna óskipulagður - og ekki sér hér í alvarlega vetrarkulda þar - smáblettur e.t.v. við norðurskautið. Á þessu korti er þykktin yfir Íslandi undir meðallagi árstímans - sem bendir á hita heldur neðan meðallags þarna á miðvikudaginn - en það vekur samt athygli að ekki skuli þó vera kaldara en það er - miðað við það að alldjúp háloftalægð er fyrir norðaustan land - einmitt í þeirri stöðu sem venjulega færir okkur hvað mesta og leiðinlegasta kulda á þessum árstíma. 

En auðvitað lækkar hitinn smátt og smátt haldist þessi staða - kalda loftið myndi í framhaldi læðast suður með Austur-Grænlandi og til okkar. - En mun það ná til okkar í alvörunni áður en hlýtt loft sækir aftur að úr austri- og suðaustri? Ekki gott að segja - en langtímaspár telja ekkert lát á austlægu- og suðaustlægu háloftaáttunum. Hvað er eiginlega orðið af vestanáttinni? Hún rétt veifar til okkar í framhjáhlaupi - en lætur annars ekki sjá sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 29
 • Sl. sólarhring: 146
 • Sl. viku: 1802
 • Frá upphafi: 2347436

Annað

 • Innlit í dag: 27
 • Innlit sl. viku: 1557
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband