3.9.2016 | 23:27
Einkunn sumarsins 2016 í Reykjavík
Ritstjóri hungurdiska hefur nú reiknað sumareinkunn Reykjavíkur á sama hátt og undanfarin ár. Leggja verður áherslu á að hér er um leik að ræða en ekki endanlegan dóm, enda smekkur misjafn. Aðferðinni er lauslega lýst í viðhengi, þar er einnig listi um einkunn einstakra mánaða og ára.
Sumarið 2016 kemur mjög vel út í Reykjavík - eins og sjá má á línuritinu.
Lárétti ásinn sýnir tíma - sá lóðrétti sumareinkunn. Hæsta mögulega einkunn er 48, en sú lægsta núll. Sumarið 2009 fær hæstu einkunnina, 41, en sumrin 1928 og 1931 fylgja fast á eftir. Öll sumur áranna 2007 til 2012 eru með meira en 35 í einkunn. Þetta tímabil er einstakt. Sumarið 1983 er á botninum.
Mikil umskipti urðu 2013. Þá kom hraklegasta sumar í Reykjavík í 20 ár. Sumarið 2014 þótti einnig fá heldur laka einkunn - þó náði hún meðallagi áranna 1961 til 1990 (20).
En sumarið í sumar er með 33 í einkunn - hefði talist með bestu sumrum á kalda skeiðinu 1965 til 1995 - og í góðum hóp á hlýskeiði fyrr á öldinni - en jafnast ekki alveg á við öndvegissumrin 2007 til 2012.
Rauði ferillinn sýnir 10-ára meðaltöl og tímabilaskiptingin kemur vel fram.
Nördin huga að viðhenginu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 103
- Sl. sólarhring: 223
- Sl. viku: 2425
- Frá upphafi: 2413859
Annað
- Innlit í dag: 99
- Innlit sl. viku: 2240
- Gestir í dag: 94
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ekki minnist ég þessarar sérstöku frammistöðu veðurguðanna sumarið 2009.Ekki að ég efist um réttmæti einkunnarinnar,en yfir mér grúfðu dimm ský upplausnar lýðræðis míns ástfólgna Íslands,sá ekki til sólar lengi vel.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2016 kl. 02:39
Þetta er örugglega ekki fjarri lagi þó sumarið 2016 hafi komið aðeins betur út samkvæmt minni aðferðarfræði. Mér skilst að þú takir vindinn ekki með reikninginn en samkvæmt Veðurstofuathugunum var sumarið júní-ágúst það hægviðrasamasta hingað til (örlítið hægara en 2012). Vaxandi Reykjavíkurskógur á sjálfsagt þarna einhvern þátt.
Emil Hannes Valgeirsson, 4.9.2016 kl. 12:51
Það er rétt Helga að ákveðin sálarský grúfðu yfir sumarið 2009 - en veðrið var sérlega gott engu að síður. Emil: Vindur er ekki tekinn með - ástæðan eru þær miklu breytingar sem orðið hafa á síðustu áratugum - bæði vegna aukins gróðurs í námunda við reit Veðurstofunnar - (og almennt) og fjölmörg skipti á vindhraðamælum í áranna rás - sem ekki hefur verið leiðrétt fyrir - en það var aðallega sólarleysi í júní sem dró sumarið niður í einkunn - júní fékk þannig aðeins 6 stig af 16 mögulegum - en ágúst 14. Geri fljótlega grein fyrir vindhraða sumarsins á landsvísu.
Trausti Jónsson, 4.9.2016 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.