Halda hlýindin áfram?

Mjög hlýtt hefur verið á landinu undanfarna daga og eru síðustu fjórir sólarhringar (15. til 18. ágúst) allir á lista sem sýnir fimm hlýjustu daga ársins - þar af í þremur efstu sætunum. Ský hafa verið nokkuð ágeng þannig að síðdegishiti hefur ekki komist í hæstu hæðir - en þó yfir 20 stig á allnokkrum stöðvum. 

Spáin fyrir næstu 10 daga er almennt mjög hlýindaleg - orðið almennt notað sem áminning um að það gildi varla um alla dagana - meðaltöl fela oftast talsverðan og stundum mikinn breytileika. 

Við lítum á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir næstu tíu daga, 18. til 28. ágúst.

w-blogg190816a

Heildregnu línurnar sýna spá um meðalhæð 500 hPa-flatarins þessa daga, strikalínur meðalþykkt, en litir þykktarvik. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og þykktarvikin þar með hitavik. Jafngilda 20 metrar um það bil einu stigi á venjulegum hitakvarða (°C). 

Spáin sýnir hita vel yfir meðallagi á Íslandi og nágrenni - stærsta jákvæða vikið á kortinu er reyndar við Grænlandsströnd - eins og oft er. Fjallgarðar gefa tilefni til mikilla lóðréttra hreyfinga á lofti - og mikið niðurstreymi hitar það. 

Að baki þessum jákvæðu vikum er reyndar bæði hlýtt loft úr austri - sem og úr vestri. Mikil neikvæð vik fylgja norðvestanátt suður í höfum. 

En hlýindin sem verið er að spá eru ekki með sama bragði og þau undanfarna daga því spáð er öllu þurrara veðri - og meira sólskini og þar með líka heiðari nóttum. Dægursveiflan vex því, nætur verða kaldari - þrátt fyrir hlýrra loft efra - en síðdegi líka hlýrri víðar en verið hefur. - En auðvitað er líka landshlutamunur frá degi til dags eftir því sem vindur blæs hverju sinni. 

Vel má vera að hámarkshiti á einstökum stöðvum verði hærri en áður á árinu - en kannski vafamál hvort tekst að ná 25 stiga markinu í fyrsta sinn í ár - slíkar tölur eru mjög sjaldséðar eftir 20. ágúst - en hafa þó sést. 

Í dag, 18. ágúst var hámarkshiti sá hæsti á árinu á nokkrum stöðvum: Skjaldþingsstöðum (bæði mannaðri og sjálfvirkri stöð), í Miðfjarðarnesi (á báðum stöðvum þar), í Bjarnarey, á Vattarnesi, á Hauksstöðum í Vopnafirði og í Hamarsfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg231124-kosningaspa-ec b
  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 26
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 2324
  • Frá upphafi: 2413988

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 2139
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband