Lengd sumars útfrá hita - gjörið svo vel að velja

Hægt er að skilgreina sumarið sem einhvern hluta árs þegar hiti er hærri en annars. Vilji menn ekki að sumarið sé talið nema tveggja mánaða langt byrjar það 27. júní en endar 25. ágúst - það er nú í styttra lagi.

Telji menn sumarið eiga að skilgreinast sem sá fjórðungur ársins sem hiti er hæstur stendur það hér á landi frá 9. júní til 7. september.

Þeir sem fylgjandi eru þeirri skoðun að sumarið eigi að taka til hlýjasta þriðjungs ársins byrja það 25. maí en ljúka því 22. september. -

Og þeir sem vilja skipta árinu til helminga eftir hita velja tímann frá 25. apríl til 24. október (frá sumardeginum fyrsta til fyrsta vetrardags) - þá hina sömu daga og forfeður okkar völdu - þrátt fyrir hitamælaskort.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg vel 25.april til 24.október! En umferðarráð er með einhverjar tíma áætlanir vegna dekkja "þarfasta þjónsins" í dag.Margir ferðast mikið milli landsfjórðunga,hvimleitt að þurfa að skipta upp á heiði.En heilsársdekk duga ekki allstaðar. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2016 kl. 03:20

2 identicon

maður er nú bara einföld sál en í mínni hefð er 1.júní - 1.oktomber sumarið. en gróðurin fer ekki altaf eftir dagatali haustið er komið samhvæmt því hér um slóðir.svo samhvæmt hugmindum trausta er ég næst. 25.mai- 22.septempers.  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.8.2016 kl. 06:32

3 identicon

ps, samhvæmt fífu hjátrúni verður þettað ekki harður vetur. svo framanlega sem öll eldföll á íslandi láti vera að gjósa 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.8.2016 kl. 06:47

4 identicon

Á S-V-horni landsins kemur fyrirbærið sumar að vetri oft um mánaðamótin nóvember-desember og aftur um febrúarleytið. Þetta fer yfirleitt framhjá innipúkum.

Aðalsteinn geirsson (IP-tala skráð) 15.8.2016 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 256
 • Sl. sólarhring: 410
 • Sl. viku: 1572
 • Frá upphafi: 2350041

Annað

 • Innlit í dag: 228
 • Innlit sl. viku: 1431
 • Gestir í dag: 225
 • IP-tölur í dag: 218

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband