Fréttir af Bláabletti

Neikvæðu sjávarhitavikin fyrir sunnan land, þau sem kölluð hafa verið „blái bletturinn“, eru enn á sínum stað - en úr þeim hefur samt talsvert dregið. 

w-blogg260716

Kortið er úr ranni evrópureiknimiðstöðvarinnar og Litakvarðinn sýnir vik hita frá meðallagi síðustu 20 ára. Neikvæðu vikin fyrir sunnan land eru hér harla lítil - en mikil jákvæð vik (þar sem sjávarhiti er yfir meðallagi) eru nær alls staðar með ströndum fram. - Ekki þó mikið að marka þau á hefðbundnum hafíssvæðum - meðalhiti er þar illa skilgreindur.

En hér er bara um yfirborðshita að ræða - um leið og vindar fara að blása að ráði síðla sumars og í haust kemur hið sanna ástand í ljós - hvað sem það nú er. Líklega kemur þá í ljós að sum hlýju svæðanna eru aðeins svona hlý í yfirborði - og vel má vera að kuldinn veturna 2014 og 2015, sá sem bjó bláablett til, leynist enn undir yfirborðinu þannig að hann birtist aftur og verði enn ríkjandi á svæðinu í vetur.

Ritstjóri hungurdiska yrði alla vega undrandi ef í ljós kæmi að hann sé horfinn - svo er spurning hvað næsti vetur gerir. Hvaða staða verður á vestanvindabeltinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

minsta kosti slopnir við óstöðugaloftið í bili hvað sem verður. þarf það að vera slæmt þó vð búum ekki við afríkuveður í nokkrar vikur ætli sé hægt að fá pálmatré einhverstaðar í garðinn.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 06:38

2 identicon

Fróðlegt. Hafa farið fram einhverjar sérstakar rannsóknir á þessum bláa bletti sem hefur jú varað í nokkur misseri. Á myndinni sýnist mér vera blettur við Norðurland sem er mörgum gráðum yfir meðallagi, merkilegt eða hvað?

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 13
 • Sl. sólarhring: 478
 • Sl. viku: 2255
 • Frá upphafi: 2348482

Annað

 • Innlit í dag: 11
 • Innlit sl. viku: 1974
 • Gestir í dag: 11
 • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband