12.6.2016 | 23:31
Óvenjuskýr ísmynd
Í dag sást vel til íssins í Grænlandssundi á myndum utan úr geimnum. Aðeins fáeinar háskýjaslæður voru þar á sveimi - en annars var skyggni sérlega gott. Myndin hér að neðan er klippt úr stærri og betri mynd á vef Veðurstofunnar - en skýrist nokkuð hér sé hún stækkuð (MODIS sunnudag 12. júní 2016, kl. 13:59).
Heldur er ísbreiðan gisin - en sérstaka athygli vekja ísrastir sem slitnað hafa langt austur úr henni og eru nú djúpt undan Húnaflóa - hafa greinilega lent út úr meginstraumnum sem liggur til suðvesturs um Grænlandssund og inn í straum sem liggur í öfuga átt.
Þetta er reyndar furðulíkt því sem spáð var fyrir viku síðan að yrði í dag (sunnudag 12. júní) - en ritstjórinn hefur ekki séð nýrri spár. Sjávarhiti á þessum slóðum er almennt 6 til 8 stig, en ísinn ver sig (með því að fórna hluta af sér í bráðnun) og kælir í kring - en slík vörn er grunn og brestur um leið og vindur getur blandað kalda laginu saman við það sem undir er. - Að sögn eru rastirnar nú á hægri leið aftur til suðurs eða suðvesturs.
Það er vonandi að þarna séu ekki líka sársvangir ísbirnir á ferð eins og um árið þegar svipuð staða kom upp. - En algengt er þetta.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 13
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 1934
- Frá upphafi: 2412598
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1687
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Á sama tíma er mjög lítið um ís við austurströnd Grænlands til suðurs við þessa ísbreiðu. Flæði hafíssins suður eftir Grænlands hefur því eitthvað truflast. Væntanlega vegna sunnan og vestlægra vinda á Grænlandssundi fyrr í vor - eða vegna skorts á norðaustanátt.
Emil Hannes Valgeirsson, 13.6.2016 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.