Sunnanátt næstu vikuna

Nú er spáð ríkjandi sunnanátt næstu vikuna - reyndar eiga að skiptast á mikil hlýindi af hásuðri og suðaustri og öllu svalari suðvestanátt - útsynningur. En hitavikin sem evrópureiknimiðstöðin sýnir okkur eru mikil.

w-blogg090316a

Lægðum er spáð fyrir vestan land. Að sögn verða sumar þeirra krappar og munum valda töluverðum vindi. Mikil hæð er yfir Norðursjó. Þær spár sem ná hvað lengst gefa í skyn að hún gæti þokast nær okkur þegar á líður - þá með hægari vindi - en áframhaldandi hlýju. 

Litirnir sýna hitavik í 850 hPa - kannski verða þau heldur minni í mannheimum - alla vega áveðurs á landinu þar sem loft að ofan blandast síður niður - nyrðra fer mikill varmi í að bræða snjó þannig að hárra hitatalna er helst að vænta þar sem snjór er lítill (óvíða), alveg niður við sjó eða rétt hjá háum fjöllum. 

En einhver él sýna sig sjálfsagt í útsynningi suma dagana. Nú er spurning hversu mikið fer af vetrarklakanum á láglendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sæll Trausti. Myndir þú ekki vilja vera svo vænn að segja mér hver hitinn er það sem af er mars? Mér skilst að ef svo heldur fram sem horfir gæti hann orðið með hlýrri marsmánuðum.

Torfi Kristján Stefánsson, 9.3.2016 kl. 20:32

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 8 daga marsmánaðar er 1,0 stig - ekki á blaði í neinni hitakeppni - enn sem komið er að minnsta kosti, 29. sæti á 68-ára listanum, sömu dagar 1964 eru hæstir með 6,0 stig. Á Akureyri er meðalhitinn -2,7 stig, 43. sæti á 68-ára lista.

Trausti Jónsson, 9.3.2016 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 55
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 1546
  • Frá upphafi: 2348791

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 1347
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband